Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 28

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 28
ANDVARI SÉRA PÉTUR SIGURGEIRSSON 27 Eins og ráða má af því sem rakið hefur verið hér framar var Pétur Sigurgeirsson fulltrúi nýs tíma í prestastétt hér á landi. Hann hafði hlotið fjölþættari undirbúning og víðari sjónhring en almennt gerð- ist um prestsefni á þessum tíma. Úr þeirri reynslu vann hann síðan í fjölþættu safnaðarstarfi eins og vikið verður að hér á eftir. Í upphafi prestskaparins virðist hann þó hafa komið fram sem fulltrúi gamalla hefða. Hann klæddist t.d. hempu sinni heima fyrir, setti upp pípuhatt og gekk þannig klæddur til kirkju líkt og faðir hans hafði gert. Gaf hann síðar í skyn að þetta hafi verið nýjung í bæjarmyndinni. Svo þarf þó ekki að vera. Friðrik J. Rafnar bjó í næsta nágrenni við kirkjuna og hefur því ekki vakið sömu athygli og Pétur sem átti í upphafi leið um miðbæinn eða Bótina eins og Akureyringar nefndu Hafnarstræti milli Ráðhústorgs og Kaupfélagshornsins.92 Tilfinningum sínum á þessum þröskuldi á lífsleiðinni lýsti Pétur svo við biskupsvígslu sína: Út í hið göfuga og þýðingarmikla prestsstarf gekk ég með kvíða og tilhlökkun. Ég fann til vanmáttar, en þá var það trúin á Guð, sem hjálpaði. Og það er hið æðsta hnoss að mega ganga út í þjónustuna fyrir Krist og finna hann í verki með sér. Á Akureyri stóðu mér opnar dyr víðar og verkmiklar. Það var upp- örvandi að finna, að mér var tekið tveim höndum og með þakklæti.93 Um prestsstarfið hafði Pétur annars þessar hugmyndir við sama tæki- færi: Prestsstarfið líkist verki sáðmannsins. Vettvangurinn er gleði og sorg mann- legra tilfinninga, því að forðum var sagt: Grátandi fara menn og bera korn- bundin heim. Sálusorgari veit, að hann er ekki annað en þjónn treystandi á fyrirheitið, að mátturinn fullkomnast í veikleikanum.94 Þegar Pétur Sigurgeirsson hóf þjónustu á Akureyri beið hans ein veg- legasta kirkja landsins sem á þeim tíma má vel líkja við Hallgrímskirkju á Skólavörðuhæð nú. Þegar á byggingarstigi var tekið að nefna kirkj- una Matthíasarkirkju eftir þjóðskáldinu. Var hann enda nafntogaðasti presturinn sem þjónað hafði Akureyringum og kirkjunni var ætlað að rísa upp af hvamminum þar sem Sigurhæðir, hús skáldsins, stend- ur. Má líklega ekki síst rekja nafnið til ummæla og myndar á for- síðu Samvinnunnar í mars 1939. Hugsanlega var Jónas Jónsson frá Hriflu (1885–1968) höfundur þess, en hann var annar af tveimur rit- stjórum tímaritsins um þessar mundir. Sagnir eru þó líka til um að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.