Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 110
ANDVARI HJÓNAÞÁTTUR: SKÁLDIÐ OG SKASSIÐ 109
öllu heldur tekur hún saman við hann og breytir nafni sínu í Hönnu Eilífs.
Jóhanna á vafasama fortíð en reynir hvað hún getur að komast í hóp betri
borgara, meðal annars með því að taka saman við skáldið. Fljótlega kemur
í ljós að Aron á ekki sjö dagana sæla í hjónabandinu því kona hans er fé-
gráðug, keyrir hann áfram við ritstörfin og hirðir af honum hverja krónu.
Þegar Hanna Eilífs hefur rukkað Valþór um ritlaun fyrir birt ljóð Arons í
Blysfara frá upphafi hverfur Aron af sjónarsviðinu því Valþór vill ekki lengur
birta skrif hans í blaðinu. Löngu síðar hittir Páll Aron í Hljómskálagarðinum.
Þar biður skáldið Pál um að gera sér þann greiða að hjálpa sér að leiðrétta
„hvimleiðan misskilning“ við Valþór: „Hann kvaðst harma það, að hvorki
ljóðmæli sín né greinarkorn birtust lengur í okkar ágæta Blysfara, enda
mætti heita að daglega væri hann spurður hvernig á því stæði […] Þjóðin biði
eftir svari“ (Drekar og smáfuglar, 338–339). Aron segist búa „vel að stuttum
og löngum ritgerðum, meðal annars um nýstárleg efni, sem hann hefði ekki
getað sinnt neitt að ráði, meðan hann var bundinn dag hvern við brauð-
rænt strit á opinberri skrifstofu“. Þegar Páll spyr hann nánar út í efnið seg-
ist Aron meðal annars eiga efni um „himintunglin, vetrarbrautirnar, stjörn-
urnar og áhrif þeirra á líf og örlög okkar mannanna“ (Drekar og smáfuglar,
341). Einnig kveðst hann „eiga í fórum sínum heima hjá sér bæði langar og
stuttar ritgerðir um hollt mataræði, undursamlegar lækningajurtir, stórmerka
drauma, dularfull fyrirbrigði, svipi og vofur, nykra og skrímsli í vötnum og
fljótum“ (Drekar og smáfuglar, 347).
Páll gerist sáttasemjari og færir Valþóri greinar eftir skáldið og biður hann
um að taka Aron Eilífs í sátt sem Valþór gerir um síðir. Þegar Páll heimsækir
Aron löngu síðar – sem býr á þriðju hæð í múrgráu sambýlishúsi18 – til að
færa honum greiðslu fyrir efnið verður hann vitni að miður góðu hjónabandi
hans. Þeir hvíslast á, Aron tekur við ávísuninni og fer pukurslega með. Á
meðan talar frú Hanna í símann og virðist vera að daðra við einhvern karl-
mann: „Öðru hverju skellti hún upp úr, en rokurnar voru stuttar og hásar,
líkt og stokkönd væri að hlæja“ (Drekar og smáfuglar, 359). Hún vandar
hvorki Páli né manni sínum kveðjurnar: „Hvern fjandann ertu að malla við
þetta skoffín, þennan stráktitt? Ég þarf að búa mig undir transinn áður en
pakkið kemur! Ég þarf að komast í stemningu“ (Drekar og smáfuglar, 361).
Það er ekki nóg með að Aron sé kominn í klærnar á „foráttukvenmanni“
heldur er hann algerlega fallinn úr náðinni hjá Valþóri sem getur ekki á sér
setið að hæða hann og spotta: „Meistari Eilífs! […] Ha-ha-ha! Den er fin í
kanten! Meistari Eilífs!“ (Drekar og smáfuglar, 389). Honum er þó ekki verr
við skáldið en svo að hann ákveður að gefa skrif Arons Eilífs út á bók til að
græða á honum.
Eins og sjá má eru margir fletir á persónunni Aroni Eilífs sem minna
óneitanlega á Þórberg Þórðarson; líkt og Þórbergur skráir hann allar sínar