Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2019, Side 110

Andvari - 01.01.2019, Side 110
ANDVARI HJÓNAÞÁTTUR: SKÁLDIÐ OG SKASSIÐ 109 öllu heldur tekur hún saman við hann og breytir nafni sínu í Hönnu Eilífs. Jóhanna á vafasama fortíð en reynir hvað hún getur að komast í hóp betri borgara, meðal annars með því að taka saman við skáldið. Fljótlega kemur í ljós að Aron á ekki sjö dagana sæla í hjónabandinu því kona hans er fé- gráðug, keyrir hann áfram við ritstörfin og hirðir af honum hverja krónu. Þegar Hanna Eilífs hefur rukkað Valþór um ritlaun fyrir birt ljóð Arons í Blysfara frá upphafi hverfur Aron af sjónarsviðinu því Valþór vill ekki lengur birta skrif hans í blaðinu. Löngu síðar hittir Páll Aron í Hljómskálagarðinum. Þar biður skáldið Pál um að gera sér þann greiða að hjálpa sér að leiðrétta „hvimleiðan misskilning“ við Valþór: „Hann kvaðst harma það, að hvorki ljóðmæli sín né greinarkorn birtust lengur í okkar ágæta Blysfara, enda mætti heita að daglega væri hann spurður hvernig á því stæði […] Þjóðin biði eftir svari“ (Drekar og smáfuglar, 338–339). Aron segist búa „vel að stuttum og löngum ritgerðum, meðal annars um nýstárleg efni, sem hann hefði ekki getað sinnt neitt að ráði, meðan hann var bundinn dag hvern við brauð- rænt strit á opinberri skrifstofu“. Þegar Páll spyr hann nánar út í efnið seg- ist Aron meðal annars eiga efni um „himintunglin, vetrarbrautirnar, stjörn- urnar og áhrif þeirra á líf og örlög okkar mannanna“ (Drekar og smáfuglar, 341). Einnig kveðst hann „eiga í fórum sínum heima hjá sér bæði langar og stuttar ritgerðir um hollt mataræði, undursamlegar lækningajurtir, stórmerka drauma, dularfull fyrirbrigði, svipi og vofur, nykra og skrímsli í vötnum og fljótum“ (Drekar og smáfuglar, 347). Páll gerist sáttasemjari og færir Valþóri greinar eftir skáldið og biður hann um að taka Aron Eilífs í sátt sem Valþór gerir um síðir. Þegar Páll heimsækir Aron löngu síðar – sem býr á þriðju hæð í múrgráu sambýlishúsi18 – til að færa honum greiðslu fyrir efnið verður hann vitni að miður góðu hjónabandi hans. Þeir hvíslast á, Aron tekur við ávísuninni og fer pukurslega með. Á meðan talar frú Hanna í símann og virðist vera að daðra við einhvern karl- mann: „Öðru hverju skellti hún upp úr, en rokurnar voru stuttar og hásar, líkt og stokkönd væri að hlæja“ (Drekar og smáfuglar, 359). Hún vandar hvorki Páli né manni sínum kveðjurnar: „Hvern fjandann ertu að malla við þetta skoffín, þennan stráktitt? Ég þarf að búa mig undir transinn áður en pakkið kemur! Ég þarf að komast í stemningu“ (Drekar og smáfuglar, 361). Það er ekki nóg með að Aron sé kominn í klærnar á „foráttukvenmanni“ heldur er hann algerlega fallinn úr náðinni hjá Valþóri sem getur ekki á sér setið að hæða hann og spotta: „Meistari Eilífs! […] Ha-ha-ha! Den er fin í kanten! Meistari Eilífs!“ (Drekar og smáfuglar, 389). Honum er þó ekki verr við skáldið en svo að hann ákveður að gefa skrif Arons Eilífs út á bók til að græða á honum. Eins og sjá má eru margir fletir á persónunni Aroni Eilífs sem minna óneitanlega á Þórberg Þórðarson; líkt og Þórbergur skráir hann allar sínar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.