Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 31

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 31
30 HJALTI HUGASON ANDVARI aldar hófust umræður um rúmbetra safnaðarheimili. Lágu uppdrættir að því fyrir 1985 og var það loks vígt á 50 ára afmæli kirkjunnar, 17. nóvember 1990.104 Er húsið byggt inn í brekkuna undir kirkjunni og tengist henni neðanjarðar án þess að skyggja á kirkjubygginguna sjálfa. Sköpuðust með því stórbættar aðstæður fyrir hið fjölþætta safn- aðarstarf. Þá var Pétur horfinn til aukinnar þjónustu í þjóðkirkjunni. Akureyrarkirkja svaraði á margan hátt þeim kröfum sem biskupinn Pétur Sigurgeirsson gerði til kirkna löngu síðar og safnaðarheimilið við hana var byggt í anda þeirra hugmynda sem hann lýsti: Gleðilegt er að sjá, hve nýsmíði kirkna tekur mið af þörfum þess breytta þjóð- félags, sem við lifum í, þar sem kirkjan er ekki aðeins kirkjusalur, heldur mið- stöð kirkjustarfs og þjónustu, sem nauðsynleg er í kirkjunni. Þegar ný kirkja er gerð, þarf hún að vera þannig útlits, að hún „prediki“ jafnt utan sem innan, að kirkjubyggingar séu þannig, að ekki orki tvímælis um hvaða hús er að ræða. Þá vil ég gjalda varhug við því, að verndun gamalla kirkna gangi svo langt, að hægt sé að girða fyrir sjálfsagðar lagfæringar vegna notkunar kirkjunnar. Sjálfsagt er að varðveita sögulegar minjar, sem dýrmætar eru landi og þjóð, og margt hefur verið gert lofsvert á því sviði. Hvað kristnihald þjóðarinnar snertir þarf umfram allt að sjá fyrir því, að sóknarkirkjur geti sem best þjónað tilgangi sínum fyrir fólkið á hverjum tíma. Þar gildir hið sama sjónarmið sem um önnur híbýli, sem fólk lifir í og sækir til.105 Þessi orð eru ekki síst tilfærð hér sökum þess að þau sýna í hnotskurn hugmyndir Péturs um starf kirkjunnar í samfélaginu og hvernig hann taldi að þær ættu að endurspeglast í kirkjuhúsunum sjálfum. Í desember 1972 bættist Akureyringum „nýtt“ guðshús en þá var endurvígð gömlu timburkirkja er reist hafði verið að Svalbarði við Eyjafjörð 1846 en flutt 1970 á lóð hinnar fyrri Akureyrarkirkju í Fjörunni. Var Pétur Sigurgeirsson mikið við þá gjörð riðinn. Æskulýðssambandi kirkjunnar í Hólastifti (ÆSK) sem hann var í for- svari fyrir hafði verið gefin kirkjan til að flytja að sumarbúðum við Vestmannsvatn (sjá aftar). Að beiðni stjórnar Minjasafns Akureyrar afsalaði ÆSK sér þó kirkjunni. Þá átti Pétur einna helst frumkvæði að því að kirkjunni var valinn staður einmitt á hinum gamla kirkjugrunni og loks endurvígði hann kirkjuna. Þjónar kirkjan bæði sem safngripur og guðshús en þar hafa ýmsar athafnir farið fram auk fáeinna guðs- þjónusta á ári.106 Sunnudaginn eftir prestsvígslu sína var Pétur kominn til Akureyrar og tók við hinu nýja starfi. Samkvæmt Helgisiðabók þjóðkirkjunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.