Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 71

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 71
70 HJALTI HUGASON ANDVARI um vígslubiskupa en samkvæmt þeim fólst formlegt hlutverk þeirra einkum í að vígja biskup Íslands ef fráfarandi biskup gat ekki vígt eftirmann sinn. Á heimastjórnartímanum þótti aftur á móti ekki við unandi að biskup Íslands þyrfti að sækja vígslu til Danmerkur eins og áður hafði verið, hvað þá eftir að fullveldi var fengið.279 Í vígslubisk- upstíð Péturs var því fremur um persónulegan heiður að ræða en að miklar áherslubreytingar yrðu í starfi hans. Þó var venja að fela vígslu- biskupi ákveðin forystuhlutverk í biskupsdæminu. Þannig var hefð að vígslubiskupinn væri formaður Prestafélags hins forna Hólastiftis og tók Pétur við því í kjölfar þess að hann varð vígslubiskup.280 Þá sat hann í kirkjuráði og á kirkjuþingi á þessum tíma eins og fram er kom- ið.281 Pétur Sigurgeirsson gegndi margháttuðum hlutverkum við hlið emb- ætta sinna eins og algengt var með presta af hans kynslóð. Hann var t.a.m. stundakennari við skólana á Akureyri. Hann kenndi í MA frá 1953 til 1962 en mun lengur við skóla á neðri skólastigum enda voru kristin fræði meðal kennslugreina þar á þessum tíma. Við Gagnfræðaskóla Akureyrar kenndi hann allan starfstíma sinn í bænum og var höfund- ur þessarar greinar nemandi hans þar. Við Glerárskóla kenndi hann frá 1973.282 Þá var Pétur formaður barnaverndarnefndar Akureyrar og sat í stjórn Barnaverndarfélags Íslands. Hann var einnig í stjórn Akureyrardeildar Rauða kross Íslands og í stjórn Dýraverndunarfélags Íslands.283 Loks sat hann í stjórn Listasafns Einars Jónssonar á bisk- upsárunum. Þá var hann og sem biskup forseti Hins íslenska biblíufé- lags.284 Hér framar hefur verið gerð grein fyrir forystustörfum hans á vettvangi Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar í Hólastifti sem og Prestafélags hins forna Hólastiftis. Pétur var kjörinn heiðursfélagi Prestafélags Íslands 1988. Þá varð hann ýmiss annars heiðurs aðnjótandi starfa sinna vegna. Hann var sæmdur ridddarakrossi fálkaorðunnar (1972), stórkrossi finnsku hvítu rósarinnar (1982), stórkrossi fálkaorðunnar (1983) og loks stórkrossi með stjörnu (1990).285 Pétur Sigurgeirsson var síðasti biskup íslensku þjóðkirkjunnar sem sat í embætti áður en verulega tók að blása um hana í umróti alda- mótaáranna síðustu. Hann átti sinn gefna stað meðal háembættismanna þjóðarinnar og naut almenns trausts. Hann var biskupssonur á biskups- stóli sem hafði fengið tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn um- fram flesta aðra presta af sinni kynslóð. Í lok endurminninga sinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.