Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 134

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 134
ANDVARI HEIMSMYNDIR, ÖGURSTUNDIR, MANNTAFL 133 storische Miniaturen og kom út 1927. Ekki kemur fram í íslensku bókinni hvers vegna einum upprunalegu þáttanna er sleppt, en í honum segir frá að- vífandi aftöku rússneska rithöfundarins Fjodors Dostojevskís og náðun hans á síðustu stundu. Í þessum stuttu þáttum yddar Zweig ákveðin söguleg augnablik eða dregur upp myndir af afdrifum einstaklinga sem fara á ystu nöf lífsreynsl- unnar eða fórna jafnvel lífinu með afrekum sínum, eins og suðurpólsfarinn Robert Scott sem fjallað er um í einum þættinum. Stundum leggur Zweig megináherslu á hetjulund sem ekki varð séð fyrir. „Scott: einhver kapteinn úr enska sjóhernum. [...]. Ekkert í fari hans bendir á hetjuna, ofurmennið“, en sá styrkur birtist þegar á reynir.23 Eða gerir það ekki, eins og í tilviki Emmanuels de Grouchys marskálks sem segir af annarstaðar í bókinni, í þætti sem snýst um orustuna miklu við Waterloo 18. júní 1815. Grouchy getur ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um að skunda sem snarast til stuðnings við Napóleon keisara sinn þótt hann heyri í fallbyssunum og viti að orustan er hafin – og þetta hik getur hafa ráðið úrslitum, ekki aðeins við Waterloo heldur um sögu Evrópu næstu áratugi. Það er raunar athyglisvert að Zweig, þessi einlægi friðarsinni, stenst ekki mátið að ganga í lið höfunda eins og Walters Scotts og Stendhals sem höfðu samið kunnar lýsingar á þessari or- ustu og gert hana að bókmenntasviði: Hún er mikilfengleg og margbreytt, hvort sem á hana er litið nær eða fjær, frá sjónarhóli hershöfðingjans eða úr söðli brynriddarans. Hún er listaverk, vegna þess leikræna óþols, sem hún vekur, með sífelldum umskiptum ótta og vonar, sem ráðast skyndilega á úrslitaaugnablikinu með hruni og tortímingu; hún er fyrirmynd full- komins sorgarleiks, vegna þess að örlög Evrópu voru hér óaðskiljanleg frá örlögum einstaks manns, og að sá ævintýralegi vafurlogi, sem jafnan hafði leikið um tilveru Napóleons, þýtur hér einu sinni enn eins og litskrúðug leifturfluga upp í sjöunda himin, áður en hann hrapar í dauðateygjunum og slokknar að eilífu.24 Zweig er sér vitaskuld meðvitaður um að þetta „listaverk“ fól í sér slátr- un þúsunda einstaklinga, en sviðsmyndin er sveipuð sögulegum og róman- tískum ljóma sem hann stenst ekki, og Magnús Ásgeirsson tryggir að sú kennd skili sér með afbrigðum vel á íslensku. Víðar í ritum Zweigs birtist hrifning hans á hæfileikum Napóleons en þeir sem þekkja til höfundarverks Zweigs vita jafnframt að þar er um að ræða aðdráttarafl þess sem bíður að lokum mikinn ósigur og verður miðpunktur „hruns og tortímingar“ á ögurstundu. En Napóleon deilir þeirri stund, því andartaki, með marskálk- inum Grouchy, sem ekki fær risið til móts við aðstæður; hann persónugerir hikið – sem Zweig þjappar saman í „veraldarmínútu“ og raunar alveg niður í „eina sekúndu“ í kolli Grouchys, þegar hann tók ákvörðun um að breyta ekki þeirri áætlun sem lögð hafði verið fyrir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.