Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Síða 124

Andvari - 01.01.2019, Síða 124
ANDVARI HEIMSMYNDIR, ÖGURSTUNDIR, MANNTAFL 123 tengsl þessara gilda býsna flókin, því að auk þess öryggis og stöðugleika sem Zweig víkur að í upphafi, er hann einnig talsmaður einstaklingsfrelsis og fjölmenningar. Þegar Zweig skrifaði Veröld sem var hafði hann verið í útlegð frá heima- landi sínu í nokkur ár og raunar hafði það verið innlimað í Stór-Þýskaland. Hann hafði í reynd glatað beinum og lifandi aðgangi að mestöllum móður- málsheimi sínum. Áður en hann lauk bókinni var Evrópa að stórum hluta komin undir hæl grimmilegs einræðis, sú Evrópa sem hann kallar „heima- land“ sitt, eins og segir í íslensku þýðingunni (6), en það er athyglisverð leið til að túlka orðið „Heimat“ í frumtexta Zweigs, sem einnig mætti þýða sem „heimkynni“ eða „átthaga“.5 „Heimat“ er merkingarríkt orð á þýsku og það reyndist fullhægur vandi að tengja það stækri þjóðernishyggju sem pískuð var upp í Þýskalandi sem víðar á fyrri hluta 20. aldar. Í huga Zweigs nær þetta hugtak til heimaborgar hans, Vínar, en næsti sjóndeildarhringur þess er ekki þjóð eða ríki, heldur Evrópa sem hann hafði talið vera á góðri leið með að öðlast fjölbreytileg- an en þó sameiginlegan merkingarheim á vegum umburðarlyndis og frelsis. Það má vissulega segja að Zweig hafi verið glámskyggn á þau tímanna tákn sem vísuðu í aðra átt – að hann hafi búið við ýmis forréttindi í auðugri gyð- ingafjölskyldu og það, ásamt því „einstaklingsfrelsi“ sem hann telur sig hafa notið (7), leiði til þess að hann líti framhjá teiknum um að tilvera gyðinga var langt frá því að vera örugg á æskuárum hans undir lok 19. aldar í Evrópu, þótt þar hefðu þeir átt heimkynni öldum saman. Á hinn bóginn kann það að vera þessi „blinda“, þessi mannlega afneitun, sem ásamt biturri tálsviptingu veldur því að Veröld sem var hefur haldið gildi sínu og geymir erindi sem lesendur hafa metið mikils. Verkið vísar með heiti sínu til fyrri tíðar og ekki löngu eftir að höfundur lauk við það kaus hann að binda einnig enda á eigið líf (í Brasilíu 23. febrúar 1942), en bókin átti eftir að eignast lesendur víða um lönd sem hafa til þessa dags haldið áfram að tengjast sögu hans og finna þar erindi sem varða þeirra eigin tíma og umheim. Bók Halldórs Laxness vísar einnig með heiti sínu til tímans og hún er á sinn hátt heimsmyndarkönnun eins og verk Zweigs. Orðið „skáldatími“ getur tekið í senn til „samkomu“ þeirra fjölmörgu rithöfunda sem sagt er frá á síðum bókarinnar, þar á meðal sögumanns sjálfs, og til þess tíma sem skáldin lifa og hrærast í og skapa að einhverju leyti sjálf með ritverkum sínum og öðrum athöfnum. Bókin er áhugaverð sem sagnaverk, samsett úr köflum er kalla mætti „þætti“ og eru mismikið saman hnýttir. Söguhetjan og sögumaður eru í senn einn maður og tveir; stundum er líkt og sá síðarnefndi, staddur á ritunartíma, fylgist með nafna sínum á millistríðsárunum, úr írón- ískri fjarlægð sem getur verið erfitt að henda reiður á. Hvernig eigum við að tengjast þessari rödd? „Loks voru réttarhöldin á enda og búið að skjóta þessa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.