Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 20

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 20
ANDVARI SÉRA PÉTUR SIGURGEIRSSON 19 úr MR, Geirþrúður Hildur Sívertsen, síðar Bernhöft (1921–1987), sem lauk guðfræðiprófi vorið 1945, fyrst íslenskra kvenna.26 Pétur og félagar hans hófu nám á miklum breytingatímum í sögu Háskóla Íslands. Sumarið 1940 flutti starfsemi skólans úr Alþingishúsinu í hina nýbyggðu „aðalbyggingu“ á Melunum en hún þótti eitthvert veglegasta hús sem reist hafði verið á landinu til þessa. Var byggingin vígð 17. júní.27 Þrátt fyrir hernám Breta um vorið hélt Háskólinn nýbyggingunni öfugt við það sem gerðist með MR og Þjóðleikhúsið sem þá var í byggingu.28 Með flutningunum hófst nýtt og viðburðaríkt framfaratímabil í sögu Háskólans.29 Þetta átti ekki síst við um guðfræðideildina sem nú fékk sína föstu kennslustofu á ann- arri hæð hússins, hina gömlu V stofu (nú A229), og kapellu handan gangsins sem gaf aukna möguleika á verklegri kennslu prestsefna, m.a. á vettvangi barnastarfs, en þar var lengi starfræktur sunnudaga- skóli líkt og verið hafði á prestaskólaárunum.30 Var kapellan vígð degi á undan háskólabyggingunni sjálfri, 16. júní 1940, en vígsla bygging- arinnar hófst með guðsþjónustu í kapellunni.31 Hvað svo sem segja má um hlutverk guðfræðideildarinnar við upp- haf fimmta áratugar liðinnar aldar voru bein söguleg tengsl hennar við Prestaskólann rofin, en kennarar Péturs voru af fyrstu kynslóð guð- fræðikennara sem ekki höfðu starfað við hann. Samt sem áður átti guðfræðideildin áfram í margháttuðu sambandi við þjóðkirkjuna og er það að sumu leyti enn til staðar.32 Þangað voru t.a.m. sóttir tveir biskupar eftir þetta, Ásmundur Guðmundsson (1888–1969) 1954 og Sigurbjörn Einarsson (1911–2008) 1959 og einn vígslubiskup, Jónas Gíslason (1926–1998), sem tók biskupsvígslu 1989 en gegndi áfram starfi við deildina til 1990 er ný lög um skipan prestakalla og prófasts- dæma og um starfsmenn þjóðkirkjunnar tóku gildi. Með þeim urðu vígslubiskupsembættin að fullu starfi.33 Guðfræðideildin var þannig skipuð þegar Pétur hóf þar nám, að Magnús Jónsson, forveri Sigurgeirs Sigurðssonar á Ísafirði, og Ásmundur Guðmundsson gegndu prófessorsembættum en Sigurður Einarsson (1898–1967), síðar prestur í Holti undir Eyjafjöllum, var dósent. Eins og gefur að skilja var biskupssonurinn kunnugur öllum þessum lærifeðrum.34 Raunar má segja að með kennarakynslóð Péturs hafi einnig verið bundinn endi á tengsl við aðra menntastofnun sem löngum hafði gegnt bæði beinu og óbeinu hlutverki í íslenskri prests-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.