Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 118

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 118
ANDVARI HJÓNAÞÁTTUR: SKÁLDIÐ OG SKASSIÐ 117 og hvimleiða yfirstétt eins og Íslendingar, jafn ófyrirleitna og fégráðuga, jafn sneydda öllum heilbrigðum og réttlætanlegum metnaði“. Framar öllum er Steindóri mikið í mun að halda sjálfstæði sínu og sérkennum: „Ég læt hvorki þjóðfélagið né kvenfólkið tína mig eins og bláber og sjóða mig niður í krukku“ (Gangvirkið, 75–76). Allt þetta minnir á hinn unga Þórberg – áður en hann gekk í hjónaband. Þegar Páll innir Steindór eftir námslokum við Háskóla Íslands svarar hann: „Lokið meistaraprófi í íslenzkum fræðum? hermdi Steindór eftir mér og vipraðist allur í framan eins og hann væri að siða óvita“ (Seiður og hélog, 143). En Páli finnst mikið til háskólanáms Steindórs koma, öfundar hann jafnvel af stöðu hans og hefur miklar væntingar til framtíðar hans: „Eftir tíu ár verður hann orðinn mikill lærdómsmaður, hugsaði ég, ráðsettur doktor, virðulegur prófessor, eða kannski frægur rithöfundur, tignaður og hataður vegna gáfna sinna og óskammfeilni“ (Gangvirkið, 71). Steindór er hins vegar fljótur að eyða þessari tálsýn og rakkar háskólasamfélagið niður með skop- legu og háðsku orðalagi. Hann kallar háskólann draugabæli og telur að þar sé sköpunargáfan miklu fremur drepin niður en efld. „Af hverju er þér svona mikið áhugamál, að ég verði lifandi draugur og andlegur geldingur á met- tíma?“ (Seiður og hélog, 144). Í áðurnefndum fyrirlestri skrifar Einar Bragi: „Þó að Þórbergur væri nú kominn á fertugsaldur var enn margt á huldu um hvað úr honum ætlaði að verða. Kannski voru mestar horfur á að hann yrði vandaður fræðaþulur sem vegna prófleysis kæmist þó ekki að við einu vís- indastofnun landsins, heldur koðnaði niður hægt og hægt í lýjandi og stagl- samri unglingakennslu.“28 Þetta urðu þó ekki örlög Þórbergs en hins vegar verða þetta örlög norrænustúdentsins Steindórs Guðbrandssonar, sem endar sem kennari í gaggó með pytlu í töskunni. Sjálfur lýsir hann því svona: „Ég geri það fyrir vin minn skólastjórann að reyna að kenna örgustu skrælingj- unum hjá honum einhverskonar íslenzku. Fyrirrennari minn í embættinu brjálaðist á vorprófunum og var fluttur í böndum á Klepp, en þangað lenda þeir allir fyrr eða síðar sem stríða við þennan skríl“ (Drekar og smáfuglar, 113). En Steindór kemur Páli á óvart síðar með því að birta ljóðaflokk sem samanstendur af átta nafnlausum smáljóðum sem verða fljótt fræg vegna þess að þau hneyksla. Með ljóðunum hristir Steindór rækilega upp í góð- borgurum samfélagsins því ljóðin: urðu brátt fræg að endemum, hneyksluðu hvern menningarvörðinn á fætur öðrum og hrundu þeim fram á ritvöllinn gráum fyrir járnum. Prófastur nokkur, víðkunnur fyrir hrossaprang, taldi þau gagnsýrð af uppreisnar- og upplausnaranda [...] annar klerkur bað góðan guð að varðveita sig fyrir slíkum ljóðum. Bárður Níelsson alþingismaður kvað ljóðin ekki vera leir heldur óþrif [...] Hagmæltur greindarbóndi lýsti yfir því, að sum blöð og tímarit hefðu að undanförnu leyft sér að móðga heil- brigða skynsemi lesenda sinna með því að birta svonefnd órímuð ljóð, en nú væri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.