Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Síða 18

Andvari - 01.01.2019, Síða 18
ANDVARI SÉRA PÉTUR SIGURGEIRSSON 17 Að lokinni venjulegri barnaskólagöngu heima á Ísafirði lá leið Péturs til Akureyrar sem síðar átti eftir að verða heimabær hans og starfsvettvangur í á fjórða áratug. En hann hóf nám í Menntaskólanum á Akureyri haustið 1936 í tíð þess stórbrotna skólameistara Sigurðar Guðmundssonar (1878–1949). Pétur gerði þó stuttan stans nyrðra eða þar til faðir hans var kjörinn biskup á öðrum námsvetri hans, sem vissu- lega hafði mikil umskipti í för með sér fyrir alla fjölskylduna.17 Í MA kynntist Pétur þó m.a. strák úr Fjörunni sem síðar átti eftir að verða samverkamaður hans og eftirmaður í vígslubiskupsembætti, Sigurði Guðmundssyni (1920–2010).18 Kunna þau kynni á unglingsárum að skýra hve náið og frjótt samstarf þeirra átti eftir að verða síðar — ekki síst meðan Pétur þjónaði á Akureyri en Sigurður á Grenjaðarstað í Aðaldal. Pétur lauk svo stúdentsprófi frá MR 1940 í rektorstíð ann- ars þjóðþekkts og mikilsvirts skólamanns, Pálma Hannessonar (1898– 1956). Þá um vorið var skólinn hertekinn af Bretum og voru prófin því þreytt í Alþingishúsinu.19 Þess skal getið að Sigurgeir Sigurðsson var fyrsti íslenski biskupinn sem kjörinn var í almennum kosningum meðal presta en til þess tíma höfðu lútherskir biskupar verið konunglegir embættismenn.20 Guðfræðinám og mótun Afstaða prestsbarna til starfs föður síns — eða móður í seinni tíð — er með ýmsu móti líkt og þegar aðrar starfsstéttir eiga í hlut. Hugsanlega er hún þó afdráttarlausari en gengur í aðra hvora áttina. Það hefur lík- lega átt enn frekar við á uppvaxtarárum Péturs Sigurgeirssonar en nú á dögum. Þá gerði starfið víðtæka kröfu sem ekki náði til prestsins eins heldur gilti einnig um heimili hans og fjölskyldu. Verulegur hluti starfsins fór enda fram inni á heimilinu og skipti þá engu hvernig á stóð fyrir þeim sem þar bjuggu. Þessa hefur Pétur ekki gengið dulinn eftir uppvaxtarárin á Ísafirði. Hér kom og fleira til. Í upphafi voru embættisdeildirnar þrjár, guðfræði-, lækna- og lagadeildin — arf- takar Presta-, Lækna- og Lagaskólans — nær einráðar við Háskóla Íslands en líta má svo á að hann hafi verið embættismannaskóli fram um 1960.21 Þegar komið var fram á fimmta áratug liðinnar aldar var náms- og atvinnumöguleikum stúdenta samt tekið að fjölga frá því
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.