Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 105
104 SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR OG ÞÓRA SIGRÍÐUR INGÓLFSDÓTTIR ANDVARI
er hvernig Suðursveitin hefur almennt tákngildi í bókum Þórbergs; hún verð-
ur að viðmiði og haldreipi í viðsjárverðri tilveru og hann lyftir henni „upp
í fyrirmynd, eins konar mælikvarða sem stóra veröldin er vegin á og metin.
Suðursveit verður tákn upprunaleikans, einfaldleikans og heilindanna“ og
þegar Þórbergur stendur frammi fyrir freistingum ákallar hann Suðursveit
sér til stuðnings.6 Að sama skapi hefur Páll Jónsson ætíð í huga siðferðisgildi
ömmu sinnar og Djúpafjarðar þegar hans er freistað og þá sérstaklega þegar
þrá holdsins vaknar. Þótt hann eigi kærustu þá bannar siðferði Djúpafjarðar
þeim að njótast: „Þegar ég finn að pilsfaldurinn er kominn upp fyrir hnén,
lengra en frá megi segja, og hnén veita ekki framar viðnám, heldur skiljast,
hver stendur þá fyrir hugskotssjónum og horfir vandlega á mig, nema amma
sáluga, Sigríður Pálsdóttir, forðum yfirsetukona á Djúpafirði“ (Gangvirkið,
205). Kunningi Páls, Steindór Guðbrandsson, gerir gjarnan grín að ófram-
færni og sakleysi Páls, segir að sál hans sé „dálítið skrýtin og mjög þjóðleg
í eðli sínu“ og að auki gangi „hún í blúndubuxum kristilegs uppeldis með
óvenju þröngu torfaldarsniði“ (Seiður og hélog, 147). Helsti munurinn á þess-
um táknmyndum í verkum þessarra tveggja ólíku skálda er að í Pálssögu
glatar sveitin sakleysi sínu í því umróti sem fylgdi hersetunni og stríðsgróð-
anum, ekki síður en höfuðborgin, en Páll stenst allar freistingar. Suðursveitin
í verkum Þórbergs virðist aftur á móti stöðug og óbreytanleg en sjálfur fellur
hann fyrir flestum freistingum.
Við þennan samanburð má bæta að í bókunum um Pál Jónsson notar
Ólafur Jóhann frásagnaraðferð sem er í ýmsu áþekk aðferð Þórbergs í
Íslenskum aðli og Ofvitanum, þ.e.a.s. sögumaðurinn er tvískiptur, á bak við
frásögnina er eldri maður sem lýsir sjálfum sér ungum. Í tilviki Þórbergs
skapast húmor sögunnar að miklu leyti af því að eldri sögumaðurinn sér
þann yngri í skoplegu ljósi. Þríleikur Ólafs Jóhanns hefur gjarnan fengið
þann dóm að vera ‚alvarlegt‘ verk og í fyrstu viðtökum var lítið minnst á
skopið sem setur mikinn svip á frásögn bókanna. En húmor, ýkjur og skop
birtast með öðrum hætti hjá Ólafi Jóhanni en hjá Þórbergi Þórðarsyni. Páll
Jónsson eldri gerir ekki grín að sjálfum sér ungum þótt lesendum kunni að
finnast sakleysi hans æði broslegt á köflum. Það er aftur á móti í lýsingum
höfundar á aukapersónum sem skopið ræður för. Hafa verður í huga að þrí-
leikur Ólafs Jóhanns hverfist um mann sem horfir upp á samfélagsbreyt-
ingar sem honum hugnast vægast sagt illa og er því sjaldan hlátur í hug og
virðist reyndar vera í sálrænu áfalli öll stríðs- og hernámsárin, eins og Daisy
Neijmann hefur bent á í athyglisverðri grein.7
En þótt þannig sé auðsæilega ýmislegt í formgerð þríleiks Ólafs Jóhanns
sem er samanburðarhæft við skáldævisögur Þórbergs er þó ekki ætlunin að
dvelja nánar við það heldur snúa athyglinni sérstaklega að tveimur fyrirferð-
armiklum aukapersónum í þríleiknum: Skáldinu Aroni Eilífs og eiginkonu