Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 67
66 HJALTI HUGASON ANDVARI
Einkahagir
Síðsumars 1948 gekk Pétur að eiga Sólveigu Ásgeirsdóttur (1926–2013)
en leiðir þeirra höfðu fyrst legið saman tveimur árum áður. Sólveig var
dóttir Ásgeirs Ásgeirssonar (1885–1972), kaupmanns í Reykjavík, og
fyrri konu hans, Kristínar Matthíasdóttur (1892–1931).267
Sólveig stóð dyggilega við hlið manns síns í viðamiklu starfi hans,
en ljóst er að það hafði jafnvel meiri áhrif á heimilislíf þeirra en al-
mennt gerðist meðal prestshjóna á þeirri tíð vegna þess hve umfangs-
mikið safnaðarstarfið var á Akureyri. Sólveig var raunar af einni síð-
ustu kynslóð íslenskra prestskvenna sem segja má að hafi gegnt hinu
klassíska hlutverki prestskonunnar eða „maddömunnar“ en það var
þýðingarmikið allt frá því í kjölfar siðaskipta fram á síðari hluta 20.
aldar.268 Eftir langan feril sem sóknarprestur ritaði Pétur um prests-
heimilið og hlutverk prestskonununnar í hirðisbréfi sínu. Byggði hann
þar í senn á eigin reynslu og hugmyndum sínum um efnið:
Starf sóknarprestsins er veigamikið. Það kemur betur og betur í ljós eftir
því sem meira er um það rætt og ritað. Heimili hans er víðast hvar nátengt
embættisrekstri og prestsþjónustu. Og þá skyldi enginn gleyma þætti prests-
konunnar. Hennar verkahringur er sjaldnast í sviðsljósinu, því hún vinnur
störf sín í kyrrþey, en þau eru þeim mun þýðingarmeiri. Hið sama gildir
um eiginmenn kvenpresta. Lífsförunautur prestsins gegnir sérstakri köllun.
„Aðstoðarpresturinn“ hef ég stundum nefnt hann, og segir það þó fátt eitt um
hve mikla þýðingu maki prestsins hefur í öllu hans lífi og starfi. — Presturinn
er einn þeirra örfáu embættismanna, sem alltaf er á vakt. Hann þarf að vera
reiðubúinn til að mæta hverju sem að höndum ber. Þannig á það að vera.
Kirkjan getur aldrei orðið skrifstofuveldi, þar sem starfsmenn hennar sinna
skyldustörfum sínum án hluttekningar. Presturinn er kallaður jafnt til gleði-
stunda sem sorgarfunda. Það er öðrum fremur hlutverk hans að sinna kallinu,
sem postulinn orðar svo: „Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum.“269
Margt í þessum orðum er enn í fullu gildi eins og ummælin um þjón-
ustu prestsins í gleði og þraut. Annað bregður ljósi á þær miklu þjóð-
félagsbreytingar sem orðið hafa frá því Pétur og Sólveig stóðu mitt á
starfsakrinum. „Aðstoðarprestum“ í röðum prestskvenna fer nú óðum
fækkandi. Þær gegna nú almennt störfum utan heimilis sem oft geta
verið annasamari en starf prestsins sjálfs. Þá er hætt við að eiginmenn
prestsvígðra kvenna hafi fæstir gengið inn í hið hefðbundna hlutverk