Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2019, Side 67

Andvari - 01.01.2019, Side 67
66 HJALTI HUGASON ANDVARI Einkahagir Síðsumars 1948 gekk Pétur að eiga Sólveigu Ásgeirsdóttur (1926–2013) en leiðir þeirra höfðu fyrst legið saman tveimur árum áður. Sólveig var dóttir Ásgeirs Ásgeirssonar (1885–1972), kaupmanns í Reykjavík, og fyrri konu hans, Kristínar Matthíasdóttur (1892–1931).267 Sólveig stóð dyggilega við hlið manns síns í viðamiklu starfi hans, en ljóst er að það hafði jafnvel meiri áhrif á heimilislíf þeirra en al- mennt gerðist meðal prestshjóna á þeirri tíð vegna þess hve umfangs- mikið safnaðarstarfið var á Akureyri. Sólveig var raunar af einni síð- ustu kynslóð íslenskra prestskvenna sem segja má að hafi gegnt hinu klassíska hlutverki prestskonunnar eða „maddömunnar“ en það var þýðingarmikið allt frá því í kjölfar siðaskipta fram á síðari hluta 20. aldar.268 Eftir langan feril sem sóknarprestur ritaði Pétur um prests- heimilið og hlutverk prestskonununnar í hirðisbréfi sínu. Byggði hann þar í senn á eigin reynslu og hugmyndum sínum um efnið: Starf sóknarprestsins er veigamikið. Það kemur betur og betur í ljós eftir því sem meira er um það rætt og ritað. Heimili hans er víðast hvar nátengt embættisrekstri og prestsþjónustu. Og þá skyldi enginn gleyma þætti prests- konunnar. Hennar verkahringur er sjaldnast í sviðsljósinu, því hún vinnur störf sín í kyrrþey, en þau eru þeim mun þýðingarmeiri. Hið sama gildir um eiginmenn kvenpresta. Lífsförunautur prestsins gegnir sérstakri köllun. „Aðstoðarpresturinn“ hef ég stundum nefnt hann, og segir það þó fátt eitt um hve mikla þýðingu maki prestsins hefur í öllu hans lífi og starfi. — Presturinn er einn þeirra örfáu embættismanna, sem alltaf er á vakt. Hann þarf að vera reiðubúinn til að mæta hverju sem að höndum ber. Þannig á það að vera. Kirkjan getur aldrei orðið skrifstofuveldi, þar sem starfsmenn hennar sinna skyldustörfum sínum án hluttekningar. Presturinn er kallaður jafnt til gleði- stunda sem sorgarfunda. Það er öðrum fremur hlutverk hans að sinna kallinu, sem postulinn orðar svo: „Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum.“269 Margt í þessum orðum er enn í fullu gildi eins og ummælin um þjón- ustu prestsins í gleði og þraut. Annað bregður ljósi á þær miklu þjóð- félagsbreytingar sem orðið hafa frá því Pétur og Sólveig stóðu mitt á starfsakrinum. „Aðstoðarprestum“ í röðum prestskvenna fer nú óðum fækkandi. Þær gegna nú almennt störfum utan heimilis sem oft geta verið annasamari en starf prestsins sjálfs. Þá er hætt við að eiginmenn prestsvígðra kvenna hafi fæstir gengið inn í hið hefðbundna hlutverk
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.