Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2019, Side 53

Andvari - 01.01.2019, Side 53
52 HJALTI HUGASON ANDVARI raunar líta svo á að með þeim hefjist það andstreymi sem kirkjustofn- unin hefur lengst af síðan átt við að búa í opinberri umræðu og kom vissulega fram í tengslum við kristnihátíðina á Þingvöllum. Er þar um að ræða afleiðingar af þjóðfélagsbreytingum og aukinni fjölhyggju í samfélaginu á síðari hluta liðinnar aldar er hrikta tók í þeirri sterku einingu þjóðar og þjóðkirkju sem Pétri Sigurgeirssyni og mörgum samtímamönnum hans var svo ofarlega í huga. Með þessa forsögu í huga er ekki að undra að vígslan sjálf og það sem á eftir fylgdi, siðbót- ardagurinn í lok október og prestastefnan sem að þessu sinni var hald- in að hausti, hafi verið eins konar sigurhátíð í hugum flestra sem við- staddir voru enda var vígslan tilkomumikli og vel til hennar vandað.216 Hlýtur atburðurinn að hafa verið einn af hátindunum á embættisferli Péturs. Þá skiptir það máli að í kjölfar vígslunnar efldist safnaðarstarf í Hallgrímskirkju svo mjög að líkja má við vakningu.217 Er hún nú eins konar miðborgarkirkja eins og víða þekkist erlendis. Óhjákvæmilega hvarflar hugurinn þó jafnframt til safnaðarstarfsins á Akureyri er það stóð með mestum blóma í tíð Péturs. Þar var einmitt grunnur lagður að starfi íslenskrar þéttbýliskirkju á 20. öld. Í lúthersku kirkjunni hefur kennivaldið að nokkru verið framselt aka- demískum stofnunum sem annast menntun presta, djákna og jafnvel annarra kirkjulegra embættismanna enda var Lúther sjálfur háskóla- kennari. Kennivald biskups lifir þó í því að honum ber að vaka yfir þeirri kenningu sem flutt er á vegum kirkjunnar í predikun og á annan hátt. Ekki hefur sérstaklega reynt á þetta vald biskups hér á landi um langa hríð enda njóta prestar umtalsverðs frjálsræðis í kenningu innan ramma hinna hefðbundnu trúarjátninga. Einnig felst kennivaldið þó í að biskupi ber að hafa forystu um að kirkjan móti afstöðu sína til ým- issa málefna sem upp koma innan kirkjunnar sjálfrar eða í samfélag- inu, einkum þar sem reynir á trúarleg eða siðfræðileg sjónarmið. Pétur Sigurgeirsson taldi raunar að í biskupstíð sinni mætti greina aukna eft- irspurn eftir afstöðu kirkjunnar í sambandi við „vandamál“ sem uppi væru í samfélaginu. Í því sambandi lagði hann áherslu á ábyrgð hvers og eins að móta sér afstöðu til slíkra viðfangsefna, en þá á grund- velli þess sem hann eða hún heyrði boðað í kirkjunni. Þrátt fyrir þetta viðurkenndi hann að kirkjunni bæri að bregðast við með beinni hætti og taka til meðferðar vanda sem við væri að glíma á hverjum tíma á fundum, þingum og ráðstefnum.218 Í biskupstíð Péturs reyndi einkum á tvö úrlausnarefni af þessu tagi:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.