Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 119

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 119
118 SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR OG ÞÓRA SIGRÍÐUR INGÓLFSDÓTTIR ANDVARI mælirinn fullur og skekinn, nú yrðu sannir íslendingar að taka höndum saman og slá skjaldborg um helgustu verðmæti sín. (Seiður og hélog, 154–155.) Þessar lýsingar kalla óneitanlega á vangaveltur um ritdeilur Þórbergs við kirkjunnar menn vegna Bréfs til Láru þótt Steindór telji sig reyndar ekki hafa gert „byltingu í ríki himnanna“ líkt og Þórbergur lýsti yfir í næstsíðasta kafla Bréfsins. Sögu Steindórs lýkur að sumu leyti eins og sögu Arons Eilífs, eins og í ævintýrunum, með giftingu. En það er ekkert sem bendir til þess að hann, frekar en Aron, lifi hamingjusamur til æviloka. Steindór verður smáborgar- skapnum að bráð og giftir sig til fjár, kvenskassi miklu og líkt og Aron Eilífs er hann þar hafður í stuttu bandi. Þannig kallast ‚sögulok‘ þeirra beggja á við þau ‚sögulok‘ sem almannarómur úthlutaði Þórbergi í hjónabandi hans og Margrétar Jónsdóttur. Þar með lýkur hjónaþætti þessum um „bókmanneskjur“ Ólafs Jóhanns í þríleiknum um Pál Jónsson blaðamann. Samanburður þessi er gerður til að skemmta lesandanum fremur en að færa sönnur á ákveðin tengsl. Ljóst er að margir drættir sögupersóna sækja í raunverulegar persónur, byggt á sögu- sögnum af þeim fremur en öðru. Jafnframt blasir tíðarandinn við, ekki síst þegar fjallað er um „foráttukvenfólkið“, eiginkonu Arons Eilífs og eiginkonu Steindórs, sem sýnir mikla andstöðu við konur sem ekki eru ljúfar og góðar eins og Hildur, eiginkona Páls. Um slíkar konur er slúðrað og viðhöfð ýmis ónefni, eins og rakið hefur verið í lýsingunni á frú Hönnu Eilífs. TILVÍSANIR 1 Matthías Johannessen. Í kompaníi við allífið. Reykjavík: Helgafell 1959, bls. 99. 2 Sama stað. 3 Ólafur Jóhann Sigurðsson. Gangvirkið. Æfintýri blaðamanns. Reykjavík: Heimskringla 1955. Í síðari útgáfum verksins breytti höfundur undirtitlinum í Úr fórum blaðamanns. Hér verður vísað í útgáfu Máls og menningar frá 1979. 4 Ólafur Jóhann Sigurðsson. Seiður og hélog. Úr fórum blaðamanns. Reykjavík: Mál og menning, 1977. Hér verður vísað í útgáfu Máls og menningar frá 1982; Drekar og smá- fuglar. Úr fórum blaðamanns. Reykjavík: Mál og menning, 1983. Hér verður vísað í útgáfu Máls og menningar frá 1988. 5 Um þríleik Ólafs Jóhanns má nánar lesa í Þóra Sigríður Ingólfsdóttir. Gangvirki og gervi- menni. Um persónusköpun í þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar; Gangvirkið, Seiður og hélog og Drekar og smáfuglar. Óbirt meistaraprófsritgerð í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands, 2006, á háskólabókasafni; Þóra Sigríður Ingólfsdóttir. Formáli að Pálssögu: Gangvirkið; Seiður og hélog eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Reykjavík: Veröld, 2008 og Þóra Sigríður Ingólfsdóttir. „Að verða að alvöru manni: um Gosa gervikarl og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.