Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 21

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 21
20 HJALTI HUGASON ANDVARI menntun, síðast við hlið Prestaskólans, þ.e. Kaupmannahafnarháskóla. Magnús var útskrifaður frá Prestaskólanum vorið 1911 en hinir frá guðfræðideild HÍ, Ásmundur 1912 en Sigurður 1926. Allir höfðu þó nokkra námsdvöl að baki erlendis. Magnús og Ásmundur höfðu lokið almennu heimspekprófi (cand. phil.-prófi) í Kaupmannahöfn auk þess að sá fyrrnefndi lagði þar stund á málfræði í einn vetur og sá síð- arnefndi stundaði þar guðfræðinám um eins árs skeið og lauk prófi í hebresku. Sigurður hafði aftur á móti kynnt sér uppeldisfræði og skólamál og lagt stund á samstæðilega guðfræði (trú- og siðfræði) í Danmörku og víðar. Þeir Ásmundur og Magnús höfðu svo báðir þjón- að í Íslendingabyggðum vestanhafs.35 Má líta svo á að guðfræðideildin hafi nú um skeið siglt inn í tímabil akademískrar en þó þjóðlegrar menntastofnunar. Deildin var líka hefðbundinn prestaskóli á þessum tíma.36 Margir guðfræðingar stöfuðu þó vissulega enn sem komið var á öðrum vettvangi en í kirkjunni eins og til dæmis fyrrnefnd Geirþrúður Bernhöft sem lengst af starfaði á sviði félags- og öldrunarmála.37 Magnús Jónsson var elstur í starfi, en hann kom að deildinni sem dósent þegar 1917 í kjölfar þess að Jón Helgason (1866–1942) tók við embætti biskups Íslands árið áður. Atti Magnús við það tækifæri kappi við tvo meðumsækjendur í samkeppnisprófi.38 Var annar þeirra marg- nefndur Ásmundur sem átti eftir að verða samstarfsmaður hans um langt skeið. Magnús var fjölhæfur og mikilvirkur maður sem hafði mörg járni í eldi. Hann var alþingismaður Reykvíkinga 1921–1946 og var um skeið atvinnumálaráðherra (1942) auk þess sem hann gegndi fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfðum. Hann var því um tíma fjarri deildinni meðan á námi Péturs stóð og undanþeginn skyldum sínum við hana á tímabilum eftir það, en lét að fullu af embætti 1952.39 Helstu kennslugreinar Magnúsar voru frá upphafi kirkjusaga og nýjatesta- mentisfræði, inngangsfræði og ritskýring. Gaf hann út kennslubækur á báðum sviðunum auk ýmissa annarra rita, m.a. viðamikils verks um Hallgrím Pétursson og ævi hans sem kom út 1947.40 Við fráfall Haralds Níelssonar (1868–1928) var Ásmundur Guðmundsson kallaður án auglýsingar til að verða dósent. Í millitíð- inni hafði hann lengst af verið skólastjóri við alþýðuskólann á Eiðum. Áður en Ásmundur hóf störf við deildina hafði hann þýtt og gefið út rit eftir einn af helstu guðfræðingum samtíma síns, Þjóðverjann Adolf von Harnack (1851–1930). Kennslugreinar Ásmundar voru bibl- íufræði auk ýmissa greina kennimannlegra fræða. Tók hann saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.