Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 89

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 89
 88 RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR ANDVARI vorið réð Sveinbjörn Egilsson (1791–1852) Jón til sín að Eyvindarstöðum á Álftanesi sem heimiliskennara. Jón kenndi börnum Sveinbjarnar og öðrum börnum „almenn fræði og sér í lagi piltum undir skóla“.6 Jón flutti með fjöl- skyldunni til Reykjavíkur 1846 og hélt áfram heimakennslunni og aðstoð við Sveinbjörn í ritstörfum hans allt þar til Sveinbjörn lést og var eftir það hjá ekkju hans, Helgu Benediktsdóttur Gröndal (1800–1855), þar til hún féll frá.7 Jafnframt sinnti Jón þá stundakennslu og bókavörslu og raunar ýmsum öðrum störfum. Jón kvæntist Katrínu Þorvaldsdóttur Sívertsen (1829–1895) úr Hrappsey 25. ágúst 1866. Þau eignuðust einn son, Þorvald (1868–1883), sem lést aðeins fimmtán ára gamall úr tæringu. Þau áttu því enga afkomendur, en komu að uppeldi annarra barna og studdu þau til náms og í lífinu almennt.8 Jón hafði tekið Þorstein, son Sveinbjarnar og Helgu, að sér er hún lést,9 þau ólu einnig upp „að meira eða minna leyti“ Guðrúnu Lárusdóttur Knudsen (1852–1882) og systursyni Katrínar, þá Þorvald (1855–1921), Þórð (1856–1939), Skúla (1859–1916) og Sigurð (1863–1955) Thoroddsen.10 Jón Árnason er eflaust þekktastur fyrir að vera frumkvöðull í söfnun og útgáfu þjóðsagna á 19. öld, og verður það hlutverk hans aðalumræðuefnið hér á eftir, en hann gegndi ýmsum öðrum hlutverkum sem verður að minnast á. Landsbókavörður Jón var ráðinn bókavörður Stiftsbókasafnsins árið 1848 en þá var það til húsa á Dómkirkjuloftinu. Þegar safnið flutti síðan í hið nýreista Alþingishús árið 1881 fékk það titilinn Landsbókasafn Íslands og Jón varð fyrsti Landsbókavörður Íslands. Hann gegndi því starfi til ársins 1887. Fyrstu árin áttu laun hans að vera greiðsla frá lánþegum safnsins, sem áttu að borga vissa upphæð á ári, en þar sem fæstir þeirra borguðu varð kaupið aldrei hátt. Jón lét sér þó annt um safnið eins og sést vel á grein sem hann skrifaði um safnið árið 186211 enda hafði hann bæði mætur á bókum og var glöggur á þær. Á starfstíma hans stækkaði safnið verulega en mest var það vegna bóka- og handritagjafa.12 Í fyrrnefndri grein biðlar Jón til landsmanna um að gefa safninu bækur og handrit og á bréfaskiptum Jóns og vina hans úti um allt land má sjá að hann var óþreytandi við að biðja þá um bækur handa safninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.