Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 33

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 33
32 HJALTI HUGASON ANDVARI ast prófraunina og að bæjarbúar hafi öðlast á honum fullt traust. Má nærri geta að atburðurinn hefur gengið nærri Pétri, en hann var þá enn óreyndur maður innan við þrítugt og með öllu ókunnur í bænum. „Safnaðaruppbygging“ Pétur Sigurgeirsson gekk inn í fastmótað kristnihald á Akureyri enda hafði Friðrik J. Rafnar starfað þar í tvo áratugi og komið á föst- um venjum og hefðum. Þá hafði verið stofnað kvenfélag í sókninni snemma árs 1938 í tengslum við byggingu kirkjunnar sem þá var ný- hafin. Hefur enda verið sagt að konur hafi „prjónað og bakað“ heilu kirkjubyggingarnar frá grunni til vígslu. Þá hefur félagið styrkt starf safnaðarins á marga lund æ síðan.117 Einnig hafði verið stofnaður fé- lagsskapur um kirkjusöng í Akureyrarkirkju 1945 sem gengið hefur undir ýmsum nöfnum: Kirkjukór Akureyrar (1945–1984), Kirkjukór Akureyrarkirkju (1984–1989) og loks Kór Akureyrarkirkju.118 Stofnfélagar munu hafa verið 27 en síðar valt á ýmsu með mönnun kórsins fram á níunda áratuginn.119 Á Akureyri eins og víðast ann- ars staðar á þessum tíma einskorðaðist kirkjustarfið þó að mestu við guðsþjónustur á helgum og hátíðum auk tilfallandi aukaverka eins og alvanalegt er að kalla helgiathafnir á ævihátíðum einstaklinga og fjöl- skyldna jafnvel þótt í sumum tilvikum sé um veitingu sakramentis að ræða. Því má á þessum tíma ræða um að þar hafi starfað stofnunar- og/ eða embættiskirkja. Strax í upphafi prestskaparins hóf Pétur aftur á móti öflugra og fjöl- þættara safnaðarstarf en almennt gerðist um miðbik 20. aldar Í viða- mikilli sögu Akureyrarkirkju sem Sverrir Pálsson (1924–2017) cand. mag. ritaði í tilefni af 50 ára vígsluafmæli kirkjunnar komst hann þannig að orði: Ekki var séra Pétur Sigurgeirsson fyrr kominn til starfa […] en hann tók til óspilltra málanna við kristilegt starf í þágu barna og unglinga í sókninni. Hinn eldlegi áhugi hans og óþreytandi vakandi hugur við þennan þátt prest- skaparins lét fáa ósnortna, og árangurinn lét heldur ekki lengi á sér standa. Hann var raunar slíkur, að þjóðarathygli vakti og verður við fátt jafnað nema þá helst áhrif séra Friðriks Friðrikssonar á unga drengi í Reykjavík um alda- mótin 1900 og á fyrri hluta þessarar [þ.e. 20.] aldar.120 Má Sverrir glöggt um þetta dæma en hann var kennari og síðar skóla- stjóri Gagnfræðaskóla Akureyrar og hafði því glögga innsýn í æsku-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.