Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2019, Side 27

Andvari - 01.01.2019, Side 27
26 HJALTI HUGASON ANDVARI stað Norðurlands en með því gerðist hann mikilvirkur í safnaðarupp- byggingu áratugum áður en það hugtak ruddi sér til rúms. Forsaga og upphaf starfs Kirkja reis fyrst á Akureyri að undangengnum bænarskrám íbúanna og konungsúrskurðum frá 1851 og 1860. Var hún vígð snemmsumars 1863 eða ári eftir að Akureyri fékk kaupstaðarréttindi í síðara sinn- ið. Samtímis var kirkja að Hrafnagili í Eyjafirði lögð af.80 Árið 1880 fluttist prestsetur einnig „ofan eftir“.81 Lögmannshlíðarsókn var svo lögð til Akureyrar í áföngum 1880 og 1884.82 Ýmsir merkir prestar höfðu þjónað þessu tiltölulega nýja prestakalli er Pétur hóf þar störf. Þar ber hæst þjóðskáldið Matthías Jochumsson (1835–1920) en hann tók við kallinu 1886 og þjónaði til 1899 er honum var veitt lausn frá embætti með heiðurs- eða skáldalaunum úr landssjóði, þá 64 ára að aldri.83 Þá má og nefna Geir Sæmundsson (1867–1927) en hann varð fyrsti vígslubiskup Hólabiskupdæmis hins forna er það embætti var stofnað 1909.84 Þá var Geir lengi annálaður fyrir fagra söngrödd og fór enn sögum af henni í æsku greinarhöfundar áratugum eftir lát Geirs. Friðrik J. Rafnar (1891–1959) tók svo við kallinu 1927 og þjónaði þar til honum var veitt lausn frá prestsembætti 1954. Hann varð vígslu- biskup 1937.85 Skilið var milli sóknanna að nýju og sérstakt prestakall stofnað „fyrir utan á“, þ.e. í Glerárhverfi, þegar Pétur tók við biskups- embættinu.86 Friðrik J. Rafnar var um miðjan sextugsaldur um það leyti sem Pétur kom frá Ameríku og hóf að svipast um eftir starfsvettvangi til framtíðar. Hann var einnig orðlagður fyrir starfsorku og því litlar líkur á að Akureyri losnaði í bráð.87 Veður geta þó skipast skjótt í lofti. Í árs- byrjun 1947 var Friðriki veitt ársleyfi frá störfum sökum heilsubrests. Kallaði hann Pétur sem aðstoðarprest sinn fyrir það tímabil, var hann vígður til þess hlutverks í febrúar og tók þegar til starfa.88 Um nokk- urra ára skeið hafði þá verið rætt um að þörf væri fyrir viðbótarprest í hinu fjölmenna prestakalli og verið uppi hugmyndir um að hann yrði staðsettur í Glerárþorpi sem svo nefndist þá. Þótti hagkvæmt að hann hefði þjónustuskyldu við kirkjurnar í Lögmannshlíð og Glæsibæ auk Akureyrarkirkju.89 Með lögum frá 1948 var svo ákveðið að eftirleiðis skyldu tveir prestar þjóna kallinu, þó án þessara breytinga og var hið nýja embætti auglýst laust til umsóknar.90 Var Pétur eini umsækjand- inn, var kjörinn sóknarprestur og skipaður frá 1. júlí þá um sumarið.91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.