Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Síða 24

Andvari - 01.01.2019, Síða 24
ANDVARI SÉRA PÉTUR SIGURGEIRSSON 23 síðari heimsstyrjaldarinnar en þar höfðu Íslendingar leitað sér forfröm- unar á menntasviðinu og þá ekki síst í guðfræði allt frá miðöldum.56 Kirkjuleg tengsl vestur um haf voru aftur á móti til staðar m.a. vegna kirkjustarfs meðal Íslendinga þar en þangað hafði Sigurgeir biskup einmitt farið í embættiserindum snemma árs 1944.57 Þá um haustið sigldi biskupssonurinn svo með Dettifossi sem lagði upp til New York í skipalest frá Bretlandi. Var þetta ein síðasta ferð skipsins þangað en það varð fyrir tundurskeyti norður af Írlandi á heimleið þaðan síðla í febrúar 1945.58 Ferð Péturs gekk ekki áfallalaust þar sem skipið fékk á sig hnút eftir nokkurra daga siglingu, varð að snúa óvarið aftur til Englands til viðgerða og til að auka mætti við kolabirgðir. Var síðan haldið af stað að nýju með annarri skipalest.59 Ekki var um auðugan garð að gresja varðandi námslán og styrki á þessum tíma og óvíst hvort biskupslaunin hrukku til að kosta slíka ferð. Pétur naut aftur á móti stuðnings fjölskylduvinar frá Ísafjarðarárunum, Magnúsar Scheving Thorsteinsson (1893–1974), forstjóra Smjörlíkis h.f.60 Ferð Péturs var heitið til lúthersks prestaskóla, Lutheran Theo logical Seminary at Philadelphia, sem í daglegu tali var kenndur við hverfið Mt. Airy í Chestnut Hills í Fíladelfíu-fylki. Þar var þá við nám Vestur- Íslendingurinn Eric Sigmar (1922–2010) og kvað Pétur í endurminning- um sínum það hafa valdið miklu um staðarvalið.61 Skólanum var ætlað að mennta prestsefni fyrir Sameinuðu lúthersku kirkjuna í Ameríku (United Lutheran Church in America, ULCA) sem orðið hafði til í tilefni af 400 ára afmæli siðbótarinnar 1918. Við það tækifæri sam- einuðust þrjú kirkjufélög fólks af þýskum uppruna.62 Síðar óx þessari kirkju enn fiskur um hrygg og heitir nú Evangelical Lutheran Church in America (ELCA) og er stærsta lútherska kirkjan í Bandaríkjunum. Tveimur árum áður en Pétur sótti skólann hafði kirkjufélag Íslendinga í Vesturheimi, The Icelandic Synod (stofnað 1885), sameinast ULCA.63 Líklegt er að þessi kirkjulegu tengsl hafi ráðið miklu um að einmitt þessi skóli varð fyrir valinu. Skólinn var stofnaður 1864 og starfaði í Mt. Airy frá 1889. Hafði honum nýlega verið veitt aðild að American Association of Theological Schools þegar Pétur hóf þar nám.64 Pétur var eitt námsár við skólann og lauk meistaragráðu í guðfræði (Master of Sacred Theology). Fjallaði ritgerð hans um upphaf íslensku kirkj- unnar og brautryðjendur hennar.65 Haustmisserið 1945 dvaldi Pétur svo við Stanford-háskóla í Kalíforníu. Þar lagði hann stund á biblíu- fræði undir handleiðslu D. Elton Trueblood (1900–1994). Hann var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.