Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 146

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 146
ANDVARI HEIMSMYNDIR, ÖGURSTUNDIR, MANNTAFL 145 þýddi á íslensku. Lárus Pálsson leikstýrði verkinu þegar það var sett upp af Leikfélagi Reykjavíkur við góðar undirtektir á árinu 1949. Verkið var einn- ig sviðsett af Leikfélagi Húsavíkur 1965 og aftur af Leikfélagi Reykjavíkur 1974. Ekki hefur heldur verið nefnd bókin Ljósastikan sem kom út 1969 og geymir fimm sögur sem Zweig samdi með helgisagnasniði og Páll Þorleifsson þýddi. Og fleiri athyglisverðar smásögur Zweigs hafa verið þýddar sem ekki hafa komið til umræðu hér en má sjá í lista yfir útgefin verks Zweigs á ís- lensku sem fylgir þessari grein.39 Þar er þó ekki að sjá allan þann flutning á sögum Zweigs sem útvarpað hefur verið, bæði upplestur sagna sem og leik- flutning. Ekki er þar heldur að sjá þau leikrit sem samin hafa verið upp úr sögum Zweigs og sett á svið á Íslandi né allar þær kvikmyndir eftir verk- um hans sem sýndar hafa verið í íslenskum kvikmyndahúsum. Allur slíkur flutningur styrkir vitaskuld stöðu Zweigs í íslenskum bókmennta- og menn- ingarheimi og það gerir einnig öll sú umræða í smáu og stóru í íslenskum prentmiðlum sem auðveldlega má finna með netleit í timarit.is og tekur ekki aðeins til ritdóma, greina og stuttra pistla sem fjalla beinlínis um Zweig og verk hans, heldur til ógrynnis af margskonar efni þar sem einstaklingar vitna eða vísa til Zweigs í umræðu sem lýtur þó einkum að öðru. Allt er það vitnisburður um viðveru þessa höfundar á íslenskum menningarvettvangi. Ég lét þess ógetið hér að framan að tvö umræddra ævisagnaverka eru í reynd fremur ný af nálinni á íslensku, nefnilega bækurnar um Erasmus og Balzac, en þær komu út 2015 og 2016 í þýðingum Sigurjóns Björnssonar.40 Þetta er mikilvæg viðbót við það Zweig-safn sem fyrir var, og ef litið er til þessara bóka og endurútgáfna á verkunum Manntafl og Veröld sem var, er óhætt að segja að Stefan Zweig hafi ítrekað, og nú enn á nýrri öld, gengið í endurnýjun lífdaga sem höfundur á íslensku. Það hefur raunar gerst víðar, því að verk og ævi Zweigs hafa verið mikið til könnunar, umræðu og úrvinnslu á síðustu árum, og hafa meðal annars orðið til nokkrar kvikmyndir byggðar á sögum og ævi Zweigs – þekktust þeirra er mynd Wes Andersons, The Grand Budapest Hotel (2014). Þessi endurvakti áhugi hefur ekki takmarkast við þýska málsvæðið heldur náð til Suður-Ameríku (einkum Brasilíu) og ekki síst til hins enska málheims, en þar hefur oft reynst erfitt að koma á fram- færi höfundum sem ekki frumsemja á ensku. Það er einkum útgáfufyrir- tækið Pushkin Press í Lundúnum sem hefur gefið út fjölda nýrra þýðinga á verkum Zweigs, sem og þýðingu á ævisögu hans eftir Oliver Matuschek, Three Lives. A Biography of Stefan Zweig (Stefan Zweig. Drei Leben – Eine Biographie á frummálinu). Vestanhafs kom svo nýlega önnur ævisaga um Zweig eftir George Prochnik, The Impossible Exile. Stefan Zweig at the End of the World. Þessi endurvakti áhugi á Zweig hefur ekki alstaðar mælst vel og hefur spunnist talsverð umræða í því sambandi. Sumir telja að ýmsir aðrir höf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.