Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2019, Page 106

Andvari - 01.01.2019, Page 106
ANDVARI HJÓNAÞÁTTUR: SKÁLDIÐ OG SKASSIÐ 105 hans, Hönnu Elífs. Þessar tvær persónur virðast að miklu leyti vera „bók- manneskjur“ sem höfundur hefur hnoðað upp úr persónum sem hann hefur „þekkt í lífinu eða haft sagnir af“, svo sé aftur vísað til orðalags Þórbergs. Hjónin Aron og Hanna virðist hafa sterka drætti frá Þórbergi Þórðarsyni og eiginkonu hans, Margréti Jónsdóttur. Líkindin eru það mikil að varla hefur farið fram hjá samtímamönnum þeirra hvaðan Ólafur Jóhann dreg- ur sinn efnivið þegar hann hnoðar sínar „bókmanneskjur“. Á slíkt var þó ekki minnst í ritdómum þó að Vésteinn Ólason ýi að þekktum fyrirmynd- um í dómi sínum um síðustu bók þríleiksins, Dreka og smáfugla, sem kom út rúmum áratug eftir að Þórbergur lést. Vésteinn telur það reyndar veikja „áhrifamátt þeirrar ádeilu sem í mannlýsingunum felst að höfundi hættir til að draga upp heldur grófgerðar skrípamyndir“ og þá sérstaklega í fyrstu bókinni, Gangvirkinu, en bætir við: „Í Drekum og smáfuglum þarf ekki undan því að kvarta. Víst felst ádeila í mörgum mannlýsingum, en þó hafa þær hvarvetna dýpt sem gerir þá skoplegu tragíkómíska.“ Í Drekum og smá- fuglum eru samsvaranir fyrrnefndra sögupersóna við Þórberg og Margréti einna augljósastar og Vésteinn skrifar: „Skáldið Aron Eilífs verður skýr- ara, í senn skoplegra og aumkunarverðara, og sýnist reyndar hafa drætti úr ólíklegustu átt.“8 Ef til vill hefur höfundur þríleiksins haldið minna aftur að sér þegar hann teiknar upp auðþekkjanlega drætti í lýsingum sínum á þeim hjónum, Aroni og Hönnu Elífs, þar sem Þórbergur var horfinn af sviðinu. Margrét lifði hins vegar enn, komin á níræðisaldur, og hefði vafalaust kann- ast við margt í lýsingunni á frú Hönnu hefði henni borist hún til eyrna, sem ólíklegt verður að teljast.9 Hér á eftir verður rýnt nánar í þessar persónulýs- ingar og skoðað hvernig Ólafur Jóhann notar drætti úr lífi þeirra Þórbergs og Margrétar þegar hann teiknar upp þessar persónur þótt hann – að sið skálda – stækki þá og ýki í skopfærsluskyni, auk þess að blanda inn í persónulýs- ingarnar dráttum frá fleiri þekktum samtímamönnum. Skáldið Aron Eilífs Eins og minnst hefur verið á birtist glettni, háð og gagnrýni Ólafs Jóhanns Sigurðssonar fyrst og fremst í lýsingum hans á hinum fjölmörgu aukaper- sónum þríleiksins. Þótt finna megi í persónulýsingum Ólafs Jóhanns sam- sömun með sögupersónum og samtímamönnum höfundar sýnir hann þó þá ‚kurteisi‘ að dreifa þekktum persónueinkennum, taka einkenni frá ýmsu þekktu fólki og raða þeim saman upp á nýtt í sögupersónum verksins. Til dæmis er augljóst að skáldkonan Línborg Leiðólfsdóttir vísar til Elínborgar Lárusdóttur og skáldin Guðmundur frá Hvilft og Unndóra hafa bæði sterka
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.