Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 125

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 125
124 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI blessaða menn“, segir um hin frægu sýndarréttarhöld Stalíns, sem Halldór var viðstaddur, og þá er komið að brottnámi Veru Hertzsch, sem er umtalað- asti hluti bókarinnar, og enn er Halldór viðstaddur. „Ég stóð upp og sagði Aufwiedersehen við Veru Hertsch og blessbless við dóttur hennar sem svaf fallega.“6 Skáldatími er frásögn af höfundi sem lýsir sig lausan frá fyrra safnaðar- starfi sínu á ýmsum vettvangi og frá þeirri sannfæringu sem knúði slíka við- leitni áfram. Það má jafnvel lesa hana sem yfirlýsingu um frelsi höfundarins, kannski það „einstaklingsfrelsi“ sem Stefan Zweig lofsyngur í sinni bók. En það frelsi er þó óhjákvæmilega íþyngt sögunni sem að baki býr og ekki er sögð nema að vissu marki. Eftir að Vera og stúlkan hennar hafa verið kvaddar – og í millitíðinni hafa þær horfið og ekkert frekar til þeirra spurst – kemur lokaþáttur bókarinnar, um vinnu við ritun Gerska ævintýrsins og Heimsljóss í Uppsölum í Svíþjóð vorið 1938. Og síðustu orðin eru: „Já þá voru heldur en ekki Sumarlönd í heiminum, þúsundáraríki í öllum áttum einsog hvur vildi hafa, sjö sólir á lofti. Hitt er annað mál að þó bækur þessar tvær segi ýmislegt af hug mínum einsog þar var ástatt um veturinn, þegja þær sem betur fer um mart.“7 Það má einnig segja um Skáldatíma sjálfan og bak við þá þögn, og einnig bak við kímnina og kaldhæðnina, kann að búa margskonar hugarangur og sársauki. Í ævisögu Halldórs Laxness segir Halldór Guðmundsson um Skáldatíma að þegar bókin sé lesin í samhengi við ævi rithöfundarins vakni „sú tilfinn- ing að uppgjörið sé þrátt fyrir allt ekki laust við sérhlífni. Halldór var ekki bara trúgjarn hugsjónamaður á fjórða og fimmta áratugnum. Hann var blátt áfram einn helsti forsvarsmaður Stalíns og Sovétríkjanna á Íslandi. Á tíma- bili studdi hann þau í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur, og hann reyndi ekki að draga lærdóma af handtöku Veru Hertzsch. Sérhver maður reynir að búa til sögu af sjálfum sér sem hann getur lifað við.“8 Viss sérhlífni er einnig til staðar í Veröld sem var. Í nýlegri útgáfu verks- ins, sem Oliver Matuschek annaðist, kemur fram í ítarlegum athugasemdum Matuscheks að Zweig lagar efnið stundum í hendi sér á kostnað sagnfræði- legrar nákvæmni, og í einu tilviki á ansi bíræfinn hátt. Zweig segir – og hér er vísað til íslensku þýðingarinnar – að hann hafi ekki látið glepjast af fjöldahrifningu fólks í upphafi fyrri heimsstyrjaldar og verið „í hjarta mínu staðfastur heimsborgari frá byrjun“ (207–208), og hann lætur sem grein er hann birti í útbreiddu dagblaði, Berliner Tageblatt, í september 1914, hafi falið í sér „einarða afstöðu gegn þeim sem þeyttu lúðra hatursins“ og fleiri góðar heitstrengingar (217). Og hann kveðst hafa fengið bréf frá franska höf- undinum Romain Rolland sem hafi tekið undir orð hans. Matuschek bendir á að Zweig fari hér afar frjálslega með efnið í sinni eigin grein sem og í bréfi Rollands og fegri jafnframt afstöðu sína í upphafi stríðs. Raunin sé sú að þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.