Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 165

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 165
164 GUNNAR SKARPHÉÐINSSON ANDVARI með honum enn. Enn einusinni höfðu þau brotið bæ fyrir einyrkjanum, þau eru söm við sig öld frammaf öld, og það er vegna þess, að einyrkinn heldur áfram að vera samur við sig öld frammaf öld.2 Hitt meginþema sögunnar er ótvírætt hið margþætta og tilfinningaþrungna samband Bjarts og Ástu Sóllilju. Þau hafa nú loks náð saman eftir langan að- skilnað en hann átti sér sína sársaukafullu sögu. En við lesendur getum ráðið af orðum Hallberu, hinnar alvitru öldnu konu, að Ásta Sóllilja á skammt eftir ólifað. Hún heyrist tuldra þar sem hún hefur lotið niður að Ástu Sóllilju sem liggur í grasinu: „Já, ekki spyr ég að því. Ókyst á ég liðinn ennþá.“ Hallberg ræðir og túlkar svo þessi tvö meginþemu en þá túlkun er ekki ætlunin að ræða hér en víkja þess í stað að ályktunarorðum skáldsins sjálfs um ævikjör söguhetju sinnar: Það er til í útlendum bókum ein heilög saga af manni sem varð fullkominn af því að sá í akur óvinar síns eina nótt. Sagan af Bjarti í Sumarhúsum er saga mannsins, sem sáði í akur óvinar síns alt sitt líf, dag og nótt. Slík er saga sjálfstæðasta mannsins í landinu.3 Þessi orð hafa almennt verið skilin á þann veg að með þeim vilji höfundur- inn leggja áherslu á að Bjartur hafi í hinni hörðu lífsbaráttu sinni alla tíð verið á villigötum. Í raun eigi hann samleið með rísandi verkalýðsstétt lands- ins enda skilji hann Guðmund son sinn eftir hjá verkfallsmönnum í þorpinu þegar hann ákveður að halda búhokri sínu áfram í Urðarseli. Með þessum orðum girðir höfundurinn fyrir allan misskilning — sagan er ekki hetjusaga eins og undirtitill hennar virðist gefa til kynna í frumútgáfunni frá árinu 1934. Þann undirtitil hlýtur lesandinn að skilja á tvíræðan hátt svo ekki sé meira sagt. En Bjartur er greinilega ekki frjáls maður samkvæmt orðunum, sem vitnað er til hér að ofan, hversu mikið sem hann lofar samt sjálfstæði sitt í orði. Halldór hafði farið í ferð til Sovétríkjanna árið 1932 og skrifað bók um þá ferð sem hann nefndi Í Austurvegi en hún kom út árið 1933. Þar er að finna nokkra umfjöllun um marxisma og sumt úr ritum Leníns og Stalíns er þar endursagt, t.d. um bændaánauðina og stöðu bænda almennt. Þrískipting bænda í stórbændur, meðalbændur og smábændur, sem lesendur Sjálfstæðs fólks átta sig snemma á við lestur sögunnar, mun eiga rætur að rekja þang- að.4 Halldór skrifaði reyndar eftirmála við aðra útgáfu sögunnar, sem kom út árið 1952, og þar tekur hann af öll tvímæli um þetta atriði.5 En hér var ekki hugmyndin að ræða marxísk áhrif á sögu Halldórs enda hefur það oft verið gert.6 Það er hins vegar orðalagið „það er til í útlendum bókum …“ sem vekur mann óneitanlega til umhugsunar. Er hér verið að vísa til Bíblíunnar? Þar er víða talað um akra og sáðmenn og uppskeru – yfir- leitt á myndrænan hátt. Frægust er líklega sú dæmisaga sem Kristur segir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.