Andvari - 01.01.2019, Qupperneq 119
118 SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR OG ÞÓRA SIGRÍÐUR INGÓLFSDÓTTIR ANDVARI
mælirinn fullur og skekinn, nú yrðu sannir íslendingar að taka höndum saman og
slá skjaldborg um helgustu verðmæti sín. (Seiður og hélog, 154–155.)
Þessar lýsingar kalla óneitanlega á vangaveltur um ritdeilur Þórbergs við
kirkjunnar menn vegna Bréfs til Láru þótt Steindór telji sig reyndar ekki
hafa gert „byltingu í ríki himnanna“ líkt og Þórbergur lýsti yfir í næstsíðasta
kafla Bréfsins.
Sögu Steindórs lýkur að sumu leyti eins og sögu Arons Eilífs, eins og í
ævintýrunum, með giftingu. En það er ekkert sem bendir til þess að hann,
frekar en Aron, lifi hamingjusamur til æviloka. Steindór verður smáborgar-
skapnum að bráð og giftir sig til fjár, kvenskassi miklu og líkt og Aron Eilífs
er hann þar hafður í stuttu bandi. Þannig kallast ‚sögulok‘ þeirra beggja á
við þau ‚sögulok‘ sem almannarómur úthlutaði Þórbergi í hjónabandi hans
og Margrétar Jónsdóttur.
Þar með lýkur hjónaþætti þessum um „bókmanneskjur“ Ólafs Jóhanns í
þríleiknum um Pál Jónsson blaðamann. Samanburður þessi er gerður til að
skemmta lesandanum fremur en að færa sönnur á ákveðin tengsl. Ljóst er að
margir drættir sögupersóna sækja í raunverulegar persónur, byggt á sögu-
sögnum af þeim fremur en öðru. Jafnframt blasir tíðarandinn við, ekki síst
þegar fjallað er um „foráttukvenfólkið“, eiginkonu Arons Eilífs og eiginkonu
Steindórs, sem sýnir mikla andstöðu við konur sem ekki eru ljúfar og góðar
eins og Hildur, eiginkona Páls. Um slíkar konur er slúðrað og viðhöfð ýmis
ónefni, eins og rakið hefur verið í lýsingunni á frú Hönnu Eilífs.
TILVÍSANIR
1 Matthías Johannessen. Í kompaníi við allífið. Reykjavík: Helgafell 1959, bls. 99.
2 Sama stað.
3 Ólafur Jóhann Sigurðsson. Gangvirkið. Æfintýri blaðamanns. Reykjavík: Heimskringla
1955. Í síðari útgáfum verksins breytti höfundur undirtitlinum í Úr fórum blaðamanns.
Hér verður vísað í útgáfu Máls og menningar frá 1979.
4 Ólafur Jóhann Sigurðsson. Seiður og hélog. Úr fórum blaðamanns. Reykjavík: Mál og
menning, 1977. Hér verður vísað í útgáfu Máls og menningar frá 1982; Drekar og smá-
fuglar. Úr fórum blaðamanns. Reykjavík: Mál og menning, 1983. Hér verður vísað í
útgáfu Máls og menningar frá 1988.
5 Um þríleik Ólafs Jóhanns má nánar lesa í Þóra Sigríður Ingólfsdóttir. Gangvirki og gervi-
menni. Um persónusköpun í þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar; Gangvirkið, Seiður
og hélog og Drekar og smáfuglar. Óbirt meistaraprófsritgerð í íslenskum bókmenntum
við Háskóla Íslands, 2006, á háskólabókasafni; Þóra Sigríður Ingólfsdóttir. Formáli að
Pálssögu: Gangvirkið; Seiður og hélog eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Reykjavík: Veröld,
2008 og Þóra Sigríður Ingólfsdóttir. „Að verða að alvöru manni: um Gosa gervikarl og