Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2019, Page 105

Andvari - 01.01.2019, Page 105
104 SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR OG ÞÓRA SIGRÍÐUR INGÓLFSDÓTTIR ANDVARI er hvernig Suðursveitin hefur almennt tákngildi í bókum Þórbergs; hún verð- ur að viðmiði og haldreipi í viðsjárverðri tilveru og hann lyftir henni „upp í fyrirmynd, eins konar mælikvarða sem stóra veröldin er vegin á og metin. Suðursveit verður tákn upprunaleikans, einfaldleikans og heilindanna“ og þegar Þórbergur stendur frammi fyrir freistingum ákallar hann Suðursveit sér til stuðnings.6 Að sama skapi hefur Páll Jónsson ætíð í huga siðferðisgildi ömmu sinnar og Djúpafjarðar þegar hans er freistað og þá sérstaklega þegar þrá holdsins vaknar. Þótt hann eigi kærustu þá bannar siðferði Djúpafjarðar þeim að njótast: „Þegar ég finn að pilsfaldurinn er kominn upp fyrir hnén, lengra en frá megi segja, og hnén veita ekki framar viðnám, heldur skiljast, hver stendur þá fyrir hugskotssjónum og horfir vandlega á mig, nema amma sáluga, Sigríður Pálsdóttir, forðum yfirsetukona á Djúpafirði“ (Gangvirkið, 205). Kunningi Páls, Steindór Guðbrandsson, gerir gjarnan grín að ófram- færni og sakleysi Páls, segir að sál hans sé „dálítið skrýtin og mjög þjóðleg í eðli sínu“ og að auki gangi „hún í blúndubuxum kristilegs uppeldis með óvenju þröngu torfaldarsniði“ (Seiður og hélog, 147). Helsti munurinn á þess- um táknmyndum í verkum þessarra tveggja ólíku skálda er að í Pálssögu glatar sveitin sakleysi sínu í því umróti sem fylgdi hersetunni og stríðsgróð- anum, ekki síður en höfuðborgin, en Páll stenst allar freistingar. Suðursveitin í verkum Þórbergs virðist aftur á móti stöðug og óbreytanleg en sjálfur fellur hann fyrir flestum freistingum. Við þennan samanburð má bæta að í bókunum um Pál Jónsson notar Ólafur Jóhann frásagnaraðferð sem er í ýmsu áþekk aðferð Þórbergs í Íslenskum aðli og Ofvitanum, þ.e.a.s. sögumaðurinn er tvískiptur, á bak við frásögnina er eldri maður sem lýsir sjálfum sér ungum. Í tilviki Þórbergs skapast húmor sögunnar að miklu leyti af því að eldri sögumaðurinn sér þann yngri í skoplegu ljósi. Þríleikur Ólafs Jóhanns hefur gjarnan fengið þann dóm að vera ‚alvarlegt‘ verk og í fyrstu viðtökum var lítið minnst á skopið sem setur mikinn svip á frásögn bókanna. En húmor, ýkjur og skop birtast með öðrum hætti hjá Ólafi Jóhanni en hjá Þórbergi Þórðarsyni. Páll Jónsson eldri gerir ekki grín að sjálfum sér ungum þótt lesendum kunni að finnast sakleysi hans æði broslegt á köflum. Það er aftur á móti í lýsingum höfundar á aukapersónum sem skopið ræður för. Hafa verður í huga að þrí- leikur Ólafs Jóhanns hverfist um mann sem horfir upp á samfélagsbreyt- ingar sem honum hugnast vægast sagt illa og er því sjaldan hlátur í hug og virðist reyndar vera í sálrænu áfalli öll stríðs- og hernámsárin, eins og Daisy Neijmann hefur bent á í athyglisverðri grein.7 En þótt þannig sé auðsæilega ýmislegt í formgerð þríleiks Ólafs Jóhanns sem er samanburðarhæft við skáldævisögur Þórbergs er þó ekki ætlunin að dvelja nánar við það heldur snúa athyglinni sérstaklega að tveimur fyrirferð- armiklum aukapersónum í þríleiknum: Skáldinu Aroni Eilífs og eiginkonu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.