Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2019, Side 144

Andvari - 01.01.2019, Side 144
ANDVARI HEIMSMYNDIR, ÖGURSTUNDIR, MANNTAFL 143 Því að hann viðurkennir aðeins sitt eigið kerfi og krefst þess að sannleikur hans sé talinn réttur. Hann verður því að grípa til ofbeldis til þess að bæla niður alla fjölbreytnina sem Guð hefur gefið okkur. Skerðingin á andlegu frelsi og skoðana- frelsi, rannsóknarréttur og ritskoðun er ekki öll tilkomin vegna blinds ofbeldis. Hún kemur frá hinu staurblinda og stjarfa ofstæki, þessum illa anda einstrengings- háttarins, þessum fjanda víðsýnisins, þessum fanga sem fjötraður er af einni ein- ustu hugmyndafræði og reynir að loka alla veröldina inni í þessu fangelsi sínu. (78) Í slíkum texta dregur Zweig saman sjónarmið Erasmusar, og kemur vitaskuld sínum áherslum að og þannig verður þetta líkt og tvíradda bók – vettvangur tveggja manna á tvennum tímum sem báðir óttast að loku verði skotið fyrir draum þeirra um friðsaman og fjölbreytilegan heim þar sem ríkir frelsi anda og einstakings. En með því að stíga upp að hlið Eramusar er Zweig ef til vill einnig að segja óbeint að sjálfur muni hann ekki, að öðru leyti, taka þátt í stríði á vettvangi orðsins gegn þeim öflum sem tekin voru að leggja Evrópu undir sig. Það gerði hann heldur ekki (og var gagnrýndur fyrir), en gerði það þó að lokum að sínum hætti í bókinni Veröld sem var og þá jafnvel með áhrifaríkara móti en flestir aðrir. Þýðingin á bók Zweigs um Erasmus er eitt af fáum bitastæðum ritum á íslensku sem lúta að hlut þessa lærdómsmanns í evrópskri menningar- og hugmyndasögu. Vert er þó að benda á að þekktasta ritverk Erasmusar, Lof heimskunnar, kom út í Lærdómsritaröð Hins íslenska bókmenntafélags árið 1990.35 Allnokkru áður hafði Thor Vilhjálmsson raunar valið sér Erasmus sem einskonar förunaut í bók sinni Svipir dagsins, og nótt. Thor segir þar frá ferðalagi um Evrópu, en rýfur frásögnina annað slagið með umfjöllun um líf og viðhorf Erasmusar og ferðir hans um álfuna.36 Og nú á dögum ferðast háskólakennarar og nemendur iðulega á milli evrópskra háskóla á vegum Erasmusáætlunarinnar. Slík nemenda- og kennaraskipti, með þeim alþjóð- legu samskiptum sem í þeim felast, eru sannarlega í anda Erasmusar – og reyndar líka Stefans Zweigs. En Zweig skrifaði einnig ævisögu annars evrópsks höfuðsmiðs sem furðu- lítið hefur borið á í íslenskri bókmennta- og menningarumræðu og fyrir vikið var íslenska þýðingin á þeirri bók kærkomin. Þetta er bókin um franska skáldsagnahöfundinn Balzac sem Zweig hafði raunar ekki fullgengið frá þegar hann lést og kom hún ekki út fyrr en árið 1946. Zweig þræðir sig á and- ríkan hátt eftir lífsleið Balzacs, að segja má í senn af aðdáun, væntumþykju og nokkurri kímni, og sveigir inn í skáldverk hans annað slagið. Stundum finnst manni eins og Balzac sé alter ego Zweigs, spegilmynd sem hefur verið bjöguð á gróteskan hátt: „Jafnvel félagar hans meðal karla töluðu með vanþóknun um þykka, skítuga fitulagið á hárlubba hans, skemmdar tennur, hvernig hann slefaði þegar óð á honum, að hann væri órakaður og skórnir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.