Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2014, Side 138

Andvari - 01.01.2014, Side 138
136 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI íhugun og samsömun við glæpamanninn til að leysa mál sem lögreglustjóri Parísarborgar og menn hans standa ráðþrota gagnvart. Það vita allir hver stal bréfinu sem sagan heitir eftir, en þjófurinn er sendiherra (kallaður D. og í vissum skilningi tvífari Dupans) og eina ráðið er að ná bréfinu frá honum á óopinberan hátt; semsé „stela“ því aftur. En fyrst þarf að finna það. Eins og Dupin útskýrir fyrir sögumanni: En því meir sem jeg hugleiddi, hvað D. er áræðinn, snarráður og slunginn; þegar ég hugleiddi, að hann hlaut að hafa brjefið allt af við hendina, ef hann ætlaði sjer að hafa fullt gagn af því; og þar sem það var skýlaust orðið, eptir leit lögreglustjórans, að brjefið gat ekki leynzt neinstaðar innan þeirra endimarka, er þjófaleit lögreglumanna hjer er vön að ná til, - því meir sem jeg íhugaði þetta allt saman, því betur sannfærðist jeg um það, að sendiherrann mundi hafa haft það snjallræði til að leyna brjefinu, að reyna alls eigi til að fela það.6 Hvernig leynir maður einhverju án þess að fela það? Jú, maður hefur það í sjónmáli en dulbýr það. Þetta er býsna slungin saga um túlkunarvinnu þess sem rýnir í tengsl einstaklings, afbrots, þýfis og launungar. Það er skiljanlegt að þessi saga skuli hafa komið til ákafrar umræðu í hópi bókmenntafræðinga á tuttugustu öld, umræðu - m.a. á vegum sálgreiningarkenninga - um merk- ingarleitina og um það hvernig ein mannvera nær tökum á annarri.7 Hrafninn Árið 1892 kemur út á vegum Einars Benediktssonar og Þorleifs Bjarnasonar ritið Útsýn. Þýðingar á bundnu og óbundnu máli. Þetta átti að vera fyrsta hefti í ritröð - sem varð ekki lengri - og viðfangsefni fyrsta bindis er banda- rískar bókmenntir. Þarna birtist þýðing Einars Benediktssonar á frægasta ljóði Poes, „Hrafninum“ og jafnframt hefst merk saga þessa kvæðis í íslensk- um bókmenntaheimi. Ýmsir hafa fengist við að þýða „Hrafninn“ á íslensku og sjö þýðingar hafa verið prentaðar.8 En þótt gerð Einars hafi verið fyrst á prent af þessum sjö þýðingum, sem birst hafa, má ráða af heimildum að eldri skáldbróðir hans, Matthías Jochumsson, glímdi við að þýða kvæðið um sama leyti og Einar. Sennilegt er að hvor þeirra hafi lokið við sína gerð án þess að sjá þýðingu hins. En rétt eins og segja má að Poe hafi slegið vissu eignarhaldi á þetta dýr, hrafninn, með sínu heimskunna Ijóði, þannig klófesti Einar ljóð Poes; varð fyrri til að birta íslenska gerð og hún var með þeim hætti að Matthías beið í rúman áratug með að birta sinn „Hrafn“. í merkri sögu „Hrafnsins“ á ís- lensku varð Matthías ekki seinastur til að geyma sína gerð. Einn helsti bók- menntaþýðandi þjóðarinnar á 20. öld, Helgi Hálfdanarson, þýddi „Hrafninn“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.