Andvari - 01.01.2014, Page 138
136
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
íhugun og samsömun við glæpamanninn til að leysa mál sem lögreglustjóri
Parísarborgar og menn hans standa ráðþrota gagnvart. Það vita allir hver stal
bréfinu sem sagan heitir eftir, en þjófurinn er sendiherra (kallaður D. og í
vissum skilningi tvífari Dupans) og eina ráðið er að ná bréfinu frá honum á
óopinberan hátt; semsé „stela“ því aftur. En fyrst þarf að finna það. Eins og
Dupin útskýrir fyrir sögumanni:
En því meir sem jeg hugleiddi, hvað D. er áræðinn, snarráður og slunginn; þegar ég
hugleiddi, að hann hlaut að hafa brjefið allt af við hendina, ef hann ætlaði sjer að hafa
fullt gagn af því; og þar sem það var skýlaust orðið, eptir leit lögreglustjórans, að brjefið
gat ekki leynzt neinstaðar innan þeirra endimarka, er þjófaleit lögreglumanna hjer er
vön að ná til, - því meir sem jeg íhugaði þetta allt saman, því betur sannfærðist jeg um
það, að sendiherrann mundi hafa haft það snjallræði til að leyna brjefinu, að reyna alls
eigi til að fela það.6
Hvernig leynir maður einhverju án þess að fela það? Jú, maður hefur það í
sjónmáli en dulbýr það. Þetta er býsna slungin saga um túlkunarvinnu þess
sem rýnir í tengsl einstaklings, afbrots, þýfis og launungar. Það er skiljanlegt
að þessi saga skuli hafa komið til ákafrar umræðu í hópi bókmenntafræðinga
á tuttugustu öld, umræðu - m.a. á vegum sálgreiningarkenninga - um merk-
ingarleitina og um það hvernig ein mannvera nær tökum á annarri.7
Hrafninn
Árið 1892 kemur út á vegum Einars Benediktssonar og Þorleifs Bjarnasonar
ritið Útsýn. Þýðingar á bundnu og óbundnu máli. Þetta átti að vera fyrsta
hefti í ritröð - sem varð ekki lengri - og viðfangsefni fyrsta bindis er banda-
rískar bókmenntir. Þarna birtist þýðing Einars Benediktssonar á frægasta
ljóði Poes, „Hrafninum“ og jafnframt hefst merk saga þessa kvæðis í íslensk-
um bókmenntaheimi.
Ýmsir hafa fengist við að þýða „Hrafninn“ á íslensku og sjö þýðingar hafa
verið prentaðar.8 En þótt gerð Einars hafi verið fyrst á prent af þessum sjö
þýðingum, sem birst hafa, má ráða af heimildum að eldri skáldbróðir hans,
Matthías Jochumsson, glímdi við að þýða kvæðið um sama leyti og Einar.
Sennilegt er að hvor þeirra hafi lokið við sína gerð án þess að sjá þýðingu
hins. En rétt eins og segja má að Poe hafi slegið vissu eignarhaldi á þetta dýr,
hrafninn, með sínu heimskunna Ijóði, þannig klófesti Einar ljóð Poes; varð
fyrri til að birta íslenska gerð og hún var með þeim hætti að Matthías beið
í rúman áratug með að birta sinn „Hrafn“. í merkri sögu „Hrafnsins“ á ís-
lensku varð Matthías ekki seinastur til að geyma sína gerð. Einn helsti bók-
menntaþýðandi þjóðarinnar á 20. öld, Helgi Hálfdanarson, þýddi „Hrafninn“