Úrval - 01.06.1951, Síða 2
Bréf frá lesanda
S.E. frá Húsavík skrifar: .........
Um leið og ég varð áskynja um
fæðingu Úrvals, útvegaði ég mér
það, þvi ég var einn þeirra, sem
lengi hafði þráð rit, með svipað
verkefni og auglýst var að Úrvali
væri ætlað, eða með öðrum orð-
um, einn þeirra, sem hefur löng-
un til að lesa margt og kynnast
sem flestu, þó ekki sé nema á
yfirborðinu, eins og það er orðað.
Hinsvegar oft naumur lestrartími,
enn takmarkaðri skilyrði til öflun-
ar lestrarefriis, auk takmarkaðrar
getu til að lesa annarra þjóða
tungumál. Vel gert rit af áður-
nefndu tagi, var því hreinn hval-
reki á mínar fjörur og minna líka.
En hvað er þá að segja um von-
ir þær, er til þessa tímarits stóðu ?
Hvað mig snertir, hafa þær rætzt
með afbrigðum vel. Engin grein
hefur enn komið þar, sem ég hef
ekki haft meira eða minna gam-
an af eða gagn og margar stór-
fróðlegar, enda Úrval sú bókin,
sem ég vildi einna sizt án vera.
Siöguágripin finnst mér flest svo
vel gerð, að tæpast hefur verið
unnt að gizka á, að úr væri fellt,
hafi maður ekki sjálfa söguna til-
tæka. Og þó sumir kalli það iim-
lestingu á ritverki að stytta það
(og kannsvo oftað vera), þá finnst
mér það vel réttlætanlegt. Fjöldi
af lesendum Úrvals mundi aldrei
eiga þess kost né hafa tíma til
að lesa þær sögur heilar, sem þar
hafa birzt i útdrætti og fagna því
sem fundnum f jársjóði, að fá þetta
ágrip, enda fjöldi sagna, þó góð-
ar séu, of langdregnar fyrir tíma-
leysingja.
Undantekningarlítið finnst mér
málið á timaritinu vandað og gott
og prentvillur vart sjáanlegar, en
slíkt verður ekki sagt um allar
íslenzkar bækur, þó vandaðar eigi
að teljast.
Engar sérstakar tillögur um
breytt efnisval treysti ég mér til
að leggja fram, með þvi að fjöl-
breytni er í góðu lagi að mínum
dómi, en ætti ég þó endilega að
nefna eitthvað til viðbótar mundi
ég nefna draugasögur (helzt stað-
festar) eða sögur um dulræn efni,
en þíið er efni, sem allur þorri
manna hefur gaman af, hvað sem
öllum skýringum líður.
Með vinsemd og beztu þökk fyr-
ir viðskiptin."
Úrval
tímaritsgreina í samþjöppuðu formi.
Ritstjóri Gísli Ólafsson, Leifsgötu 16, afgreiðsla Tjarnargötu 4,
Pósthólf 365. Sími 1174.
Verð í lausasölu 10 krónur. Áskriftarverð 52 krónur á ári.
ÚTGEFANDI STEINDÓRSPRENT H. F.