Úrval - 01.06.1951, Qupperneq 14
12
ÚRVAL
gæsir. Vilhjálmur gerir lítið úr
veiðimannshæfileikum sínum.
„Veiðimennska er fag,“ segir
hann, „ekki vandlærðari en t. d.
pípulagningar.“ Fyrir nokkru
var Vilhjálmi boðið að halda
erindi um veiðiskap í félagi auð-
ugra sportveiðimanna í New
York. Fundarmenn urðu kindar-
legir undir ræðunni, því að Vil-
hjálmur hélt langan reiðilestur
jrfir mönnum, sem stunda
veiðiskap upp á sport. Einn
þeirra sagði eftir fundinn:
„Hann talaði að vísu um veiði-
skap, en öll samúð hans virtist
vera hjá veiðidýrunum.“
I norðurferðum sínum samdi
Vilhjálmur sig alltaf að lifnaðar-
háttum eskimóa og sagði mönn-
um sínum að gera það líka.
Hann sagði þeim t. d., að bezta
ráðið til að halda á sér hita á
nóttunni væri að sofa nakinn í
úlfskinnssvefnpoka. Þeir möld-
uðu í móinn, vildu að minnsta
kosti vera í nærfötunum, en að
endingu fóru þeir þó alltaf að
ráðum hans, því að þau reyndust
jafnan bezt. „Mestu máli skipt-
ir“, sagði hann oft við þá, „að
geta lagað sig ef tir aðstæðunum. ‘ ‘
Fyrir nokkrum árum átti hann
að halda erindi um „hugrekki“
við háskólann í Pittsburgh. Eft-
ir að rektor háskólans hafði
kynnt hann stúdentum, stóð
hann upp og hóf mál sitt með
þessum orðum: „Ég get því mið-
ur ekki talað um hugrekki, því að
þann eiginleika þekki ég ekkert,
en í stað þess ætla ég að tala um
annan eiginleika, sem er miklu
mikilvægari, en það er aSlögun-
arhœfileiMnn.“
CS3 -fc OO
Óræk sönnun.
Maður, sem var heldur mikið fyrir sopann, varð að lokum
fyrir þeirri óheppni, að konan hans kom að honum þar sem
hann sat yfir wiskyglasi í vinstofu.
En maðurinn varð ekki uppnæmur, hann var kominn í gott
skap og bauð konunni eitt glas. Hún þáði það, en fussaði þeg-
ar hún hafði sopið á og sagði:
„Að þú skulir geta drukkið annan eins óþverra!"
„Þarna sérðu, góða mín,“ sagði maðurinn, „og samt segir
þú alltaf, að ég sé að skemmta mér, þegar ég fæ mér svo-
lítið í staupinu."
— Commerce.