Úrval - 01.06.1951, Síða 38
36
ÚRVAL
báru sig eftir þeim. Allstaðar
í þorpinu fór þessi ógeðslega
slátrun fram, ekki skipulega,
heldur af tryllingslegri grimmd.
Ungu mennirnir, sem þurftu
að koma heim með höfuð áður
en þeir gætu orðið hermenn,
börðust um bráðina eins og solt-
in hrædýr. Þeir höfðu drepið til
þess að ná í höfuðin, og þeir
voru reiðubúnir að drepa til að
halda þeim. Gömlu hermennirn-
ir voru líka ráðnir í að koma
heim með sigurtákn; og þar sem
hinir föllnu voru helmingi færri
en þeir sem uppi stóðu, var þeim
ekki annað ráð tiltækt en að
drepa hver annan, og það virt-
ust þeir nú ætla að gera.
Höfðasöfnunin stóð í rúman
hálftíma. Þá var andrúmsloftið
orðið mettað af blóðþef, sem
orkaði eins og deyfilyf á hug-
ann og svifti skynfærin allri
rænu. Skynsemin hafði flúið við
fyrstu trumbuslögin, en nú birt-
ist manni hópbrjálsemin í svo
ægilegri mynd, að jafnvel nú-
tímamenningin í sinni ofstækis-
fyllstu mynd eða dýrseðli auð-
virðilegustu hrædýra komst þar
ekki í samjöfnuð.
Menn og konur skriðu í aurn-
um, söxuðu líkin með bambus-
hnífum, smurðu sig frá hvirfli
til ilja í blóðistorknum óþverra
og veltu sér á jörðinni í óviðráð-
anlegum krampakippum. Stað-
urinn varð eins og sláturhús þar
sem allir hafa misst vitið. Því
næst hófst þriðja stig athafn-
arinnar og hið hryllilegasta af
þeim öllum. Eins og hendi væri
veifað, voru hinar herteknu kon-
ur dregnar út úr kofanum, sem
þær höfðu verið látnar í, ráðizt
á þær og þeim fleygt til jarðar.
Nauðgunin varð til þess eins
að æsa upp hinar trylltu hvatir
þessara villimanna. Fimm karl-
menn voru um hverja konu og
nú hófst blóðugur bardagi um
það, hver skyldi hljóta hverja.
Komið var fram yfir miðjan dag
þegar þessum ljóta leik var lok-
ið. Þær konur, sem enn voru lif-
andi, féllu í hendur kvennanna
í okkar liði, sem beðið höfðu á-
lengdar meðan þessar aðfarir
fóru fram, en komu nú á vett-
vang til að ná sér í þá kjötbita,
sem verða myndu þeim til hjálp-
ar við næsta bai urð þeirra.
Skyndilega sló auðaþögn á
allan hópinn. Þek sem voru að
velta sér á jörðinni stauluðust
á fætur og horfðu óttaslegnir
kringum sig. Aðrir stóðu graf-
kyrrir og hlustuðu eftir ein-
hverju, sem ekki gat að heyra