Úrval - 01.06.1951, Side 43
ÞAÐ SEM BÚIÐ ER TIL ÚR SYKRI
41
þessi nýja fæðutegund muni
kostað um 3 krónur kílóið.
Helzti gallinn á henni er bragð-
ið. Mörgum finnst það ógeðfellt,
en víst er talið, að takast muni
að sigrast á þeim galla. Menn
þekkja mörg hundruð afbrigði
af ölgerlum, og vafalaust er unnt
að búa til þúsundir afbrigða með
því að framkalla stökkbreyting-
ar með röntgengeisíum. Mun þá
sjálfsagt fást fæðuger með
margskonar bragði, alit frá
nautakjötsbragði til vanilju-
bragðs! Fæðuger mun óefað
stuðla mjög að því í framtíð-
inni að draga úr fæðuskortinum
í heiminum.
Breyting sykurs í gúm, plast,
benzín, lakk, fæðuger og fjölda
annarra gagnlegra vara er enn
eitt dæmið um sköpunarmátt nú-
tímavísinda.
CO ★ CN>
Bænheyrsla.
Daníel g-amli hafði stóran hóp bama og bamabarna á fram-
færi sínu og fannst honum sú byrði stundum nærri óbærileg.
Þegar svo bar undir hafði hann til siðs að úthella hjarta sinu
í bæn. Kvöld eitt, er hann var venju fremur mæddur, sagði
hann við guð sinn:
„Drottinn minn, nú bið ég þess lengstra orða að senda bless-
aða englana þína eftir gamla Daniel til að fara með hann
burt úr þessum vonda heimi.“
Kunningi Daníels átti leið framhjá og heyrði bæn hans gegn-
um opinn gluggann. Honum datt i hug að g'era nú dálítið sprell
með karlinn, og barði að dyrum.
,,Hver er þar?“ spurði Daníel.
„Blessaðir englarnir," sagði kunninginn lágri, þýðri röddu,
„eru komnir til að sækja Daníel gamla og fara með hann
burt úr þessum vonda heimi.“
Það var þögn stundarkorn, svo heyrðist sagt inni hressi-
Xegri röddu:
„Daníel gamli á ekki heirna hér lengur, hann ei; fluttur í
húsið hérna á næsta götuhomi."
— Coronet.
6