Úrval - 01.06.1951, Qupperneq 46
44
ÚRVAL
eina nótt, enda. eru þær á ferli
allan sólarhringinn, mataröflun
og hvíld skiptast á með stuttu
millibili. Hinar allra minnstu
þeirra, sem vega aðeins tvö eða
þrjú grömm, eru án efa á
smæðartakmörkum spendýr-
anna. Margir kólibrífuglar eru
enn minni, og þeir eru dagdýr,
börn ljóssins öðrum fremur! Ef
við setjum upp eins reiknings-
dæmi fyrir þá og fyrir snjáld-
urmýsnar, verður útkoman sú,
að svona lítill fugl geti yfirleitt
ekki lifað, því að hann þoli ekki
að vera matarlaus yfir nóttina.
En kólibrífuglarnir lifa góðu
lífi, og hlýtur því að vera
skekkja í dæminu. ,,Skekkjan“
er þá líka fundin og er hún sú,
að kólibrífuglarnir liggja í
dvala á nóttunni. Það er al-
kunna, að mörg spendýr sofa í
hálfgerðum dauðasvefni allan
veturinn, líkamshitinn og brun-
inn í líkamanum minnkar veru-
lega. Á sama hátt geta kólibrí-
fuglarnir fieytt sér yfir nótt-
ina matarlausir. Ef við tökum
kólibrífugl í lófann að nætur-
lagi, er hann kaldur viðkomu.
Hann getur gefið frá sér veikt
blísturshljóð, svipað og leður-
blakan þegar vetrarsvefni henn-
ar er raskað, en nokkrar mín-
Á efri myndinni er 5 mínútna gamall
kolibríungi í teskeið; hann er á stærð
við fiðrildispúpu. Á neðri myndinni
er hann orðinn 10 daga gamall og
er nú komið fuglslag á hann.
útur líða áður en hann með
hraðri öndun og skjálfta hefur
hitað sér nægilega til að geta
flogið. 1 næturdvalanum fellur
líkamshitinn niður í eina eða
tvær gráður fyrir ofan hita um-
hverfisins, og efnaskiptin eru
tæpur tíundi hluti þess, sem þau
eru á daginn í hvíld. Leðurblak-
an fer í rauninni alveg eins að,
nema að dvalartími hennar er
á daginn. Þess vegna geta þær
orðið pínulitlar og þolað að
svelta lengi, þegar flugveður er
óhagstætt og lítið um skordýr.
Nú er það algengt, að spen-