Úrval - 01.06.1951, Qupperneq 49
LIFANDI GIMSTEINAR
47
að ætla, að þetta séu áflog en
ekki ástarfundir. Eðlunin virð-
ist oftast fara fram á jörðinni
eða á grein.
Flestir kólibríkarlar iðka það
sem kallað er „eðlunarflug“.
Þeir fljúga í sveig fram og aft-
ur, alltaf sömu leið, eins og þeir
héngju í ósýnilegum þræði. Um
leið og þeir fara yfir neðsta
depil sveiflunnar framkalla þeir
hljóð með vængjunum og stél-
fjöðrunum. Þessa loftfimleika
iðka þeir þó mest til að flæma
burt óboðna gesti, sem nálgast
garð þeirra. Sumir nota söng í
stað fiugs, en ekki getur það
talizt fallegur söngur.
Hreiðrið er lítil, snotur skál,
gerð úr jurtaló, sem er ofin
saman með kóngulóarvef. Egg-
in eru næstum alltaf tvö. Þó að
pau séu lítil, á stærð við baun,
eru þau stór í samanburði við
fuglinn. Útungunartíminn er
dálítið misjafn, fer sennilega
eitthvað eftir því hve mikið
móðirin kólnar á nóttunni.
Ungarnir eru eingöngu fóðr-
aðir á skordýrum, og það eru
hálfhrossalegar aðfarir að sjá
þegar móðirin rekur langa nefið
sitt á kaf í gin þeirra, en þeim
verður ekki meint af. Allmikið
af ungum fer forgörðum. I
hitabeltinu munu maurarnir
vera verstu óvinirnir. Þeir
drepa og éta ungana. Eftir að
kólibrífuglinn er fullvaxinn á
hann enga óvini. Þeir eru óvarir
um sig og auðvelt að lokka þá
að skál með sykurvatni. Marg-
ir ameríkumenn hafa þannig
geta hænt kolibrífugla að görð-
um sínum — og hvílík garð-
prýði eru þeir ekki!
oo ★ oo
Afsökun með afleiðingvm.
Þegar fátækrafulltrúinn hafði hlustað á frásögn konunnar
um það hvernig maðurinn hefði yfirgefið hana og börnin fyrir
fimm árum, varð honum litið á barnahópinn, þau yngstu á
öðru og þriðja ári.
,,Hver er þá faðir þessara barna?" spurði hann.
„Maðurinn minn, auðvitað," sagði konan.
„En fór hann ekki frá yður fyrir fimm árum?“
„Jú, víst fór hann frá mér fyrir fimm árum. En sjáið þér
til, hann kemur einstöku sinnum til að biðja fyrirgefningar."
— Nuggets.