Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 51
FRAMFARIR 1 TANNLÆKNIN GUM
49
leið inn í tannbeinið. En þessi
varnartæki hrökkva ekki til,
eins og raun sannar. Á síðustu
áratugum hefur verið gert mik-
ið til að styrkja þessar náttúr-
legu varnir okkar gegn tannát-
unni. Geysivíðtækar tilraunir,
einkum í Bandaríkjunum, hafa
verið gerðar til að komast að
raun um hver sé orsök tannát-
unnar, og hvernig verði bezt
komið í veg fyrir hana,
Árið 1948 tóku um 100 tann-
læknar, læknar, lífefnafræðingar
og fleiri sérfræðingar þátt í víð-
tækum athugunum og tilraunum
í sambandi við tannskemmdir.
Þeir komust að þeirri niður-
stöðu, að ekki væri unnt að
sanna ótvírætt, að hægt væri
að verjast tannátu með því að
bursta tennurnar reglulega. Áð-
ur var talið, að sýrumyndunin
í munninum væri hægfara, tæki
að jafnaði nokkra klukkutíma
eða jafnvel daga. Athuganir
leiddu hinsvegar í ljós, að þeg-
ar sykurs eða annarra sætinda
er neytt, myndast næstum sam-
stundis sýra og styrkleiki henn-
ar nær hámarki eftir nokkrar
mínútur. Ef nokkurt gagn á því
að vera að tannburstun verður
að bursta tennurnar strax eftir
að sykurs hefur verið neytt.
Það kom í ljós við samanburð,
sem gerður var að tilstuðlan
heilbrigðisstjórnar Bandaríkj-
anna, að þar sem flúorinnihald
drykkjarvatnsins var meira en
einn á móti milljón, voru að
meðaltali þrisvar sinnum færri
tennur skemmdar í börnum en
þar sem ekkert flúor var í vatn-
inu. Árið 1945 byrjuðu nokkrir
bæir í Bandaríkjunum að setja
natríumflúoríð í drykkjarvatnið
í tilraunaskyni. Jafnframt hófu
tannlæknar tilraunir með þunn-
ar natríumflúorupplausnir, sem
þeir báru á tennur barna, og ár-
ið 1949 voru þessar tilraunir svo
vel á veg komnar, að ameríska
tannlæknafélagið mælti með því,
að bæði skólatannlæknar og al-
mennir tannlæknar tækju upp
þessa aðferð. Nú er það t. d.
algengt orðið, að flúorupplausn
sé roðið á tennur þriggja ára
barna f jórum sinnum með viku
millibili til þess að vernda barna-
tennurnar, og svo aftur þegar
bömin eru sjö, tíu og þrettán
ára til þess að vernda fullorðsins
tennurnar.
Sem almenn vörn gegn tann-
átu hefur flúor tvo ókosti. Það
er í fyrsta lagi ekki óbrigðult,
fækkar tannskemmdunum um
tvo þriðju hluta; og í öðru lagi