Úrval - 01.06.1951, Page 54
Matfurinn hefur ekki nógu góða stöðu, börnin
eru ekki nógu dugleg, hlýðin og góð,
íbúðin ekki nógu fín, í stuttu máli:
Frú Petersen er óánœgð með lífið.
Grein úr „Verden Idag“,
eftir Ulla Malling.
I FJÓRÐU hæð í fjölbýlis-
húsi á emum stað hér í bæn-
urn búa Petersenshjónin. Hún
er snyrtilega, alvörugefna kon-
an, sem þér getið séð á hverjum
morgni klukkan níu á leið til að
kaupa í matinn. Klukkan fimm
getið þér mætt manninum henn-
ar á leiðinni heim. Það er hann,
sem alltaf segir eitthvað
skemmtilegt í hvert skipti, sem
þér mætið honum í stiganum.
Ljóshærðu strákarnir, sem leika
sér í garðinum síðdegis á hverj-
um degi, eru drengirnir þeirra.
Nýlenduvörukaupmaðurinn seg-
ir, að Petersenshjónin séu vel
stæð og kaupi allt gegn stað-
greiðslu.
Frú Petersen á sem sé dug-
legan mann, tvo prúðmannlega
drengi, býr í snoturri íbúð og við
sæmileg efni — hversvegna er
hún þá alltaf á svipinn eins og
hún sé að koma frá jarðarför?
Þannig spyrjum við nágrannar
frú Petersen hver annan.
Frú Petersen álítur sjálf, að
hún hafi fulla ástæðu til að vera
mædd. Henni finnst launin, sem
Petersen kemur með heim á
hverjum föstudegi sannarlega
ekki til að státa af. Glensyrði
hans við sambýlingana í stig-
anum fara oft í taugarnar á
henni, og eins hrópin og köllin
til strákanna niðri í garðinum
og allt þvaðrið, sem upp úr hon-
um veltur undir eins og hann
er kominn inn úr dyrunum á
kvöldin. Og bömin — já, auð-
vitað þykir henni sem móður
vænt um börnin sín, en þau
gera henni líka sannarlega
marga stund gramt í geði. Sá
yngri er svo latur, að hann á
erfitt með að fylgjast með í
skólanum. Sá eldri er aftur á
móti efstur í sínum bekk, og
það þykir henni auðvitað vænt
um, en það væri nú líka annað-
hvort, eins vel gefinn og hann
er. Aftur á móti er hann frá-
munalegur trassi með fötin sín.