Úrval - 01.06.1951, Page 60
58
ÚRVAL
jafnvel þótt miðað sé við núver-
andi ríkisútgjöld okkar. Það
mun ekki fjarri að ætla, að
kostnaðurinn yrði að minnsta
kosti tvisvar, sennilega öllu nær
þrisvar sinnum meiri en allur
herkostnaður okkar nú, og væri
allur herkostnaður okkar þá orð.
inn nærri helmingur þjóðartekn-
anna, og lengra verður naumast
gengið, jafnvel ekki í styrjöld.
Ef tilraun væri gerð til að
leggja slíka byrði á þjóðina,
mundi krafan um stríð til að
fá þessu lokið og aflétt, verða
svo hávær, að ekki yrði móti
staðið. Okkur mundi finnast Hf-
ið svo erfitt og framtíðin svo
ömurleg, að freistingin til að
láta blekkjast af þeirri tálvon,
að hægt yrði að heyja þriðju
heimsstyrjöldina til endanlegs
sigurs og síðan yrði allt gott,
yrði án efa ómótstæðileg.
Það er hægt að heyja þriðju
heimsstyrjöidina, en ekki er
neitt útlit á því, að unnt yrði
að ljúka henni. Ekkert er eins
víst, enginn spádómur eins áreið-
anlegur og sá, að eftir að þriðja
heimsstyrjöldin væri byrjuð,
mundi hún breiðast út eins og
eldur í sinu og verða að óleys-
anlegri bendu borgarastyrjalda
og styrjalda milli þjóða.
Nauðsyn ber til, að hervæðing
okkar komist á það stig, að ekki
verði fýsilegt fyrir rússa að
tefla á tvær hættur. Þegar því
stigi er náð — og lítið vantar
nú á að svo sé — er nauðsyn-
legt að hervæðingin sé höfð á
því stigi, sem hægt er að halda
henni á, ekki aðeins á hættu-
tímum, heldur einnig um langa
framtíð.
Ef við setjum markið of hátt,
ef við leggjum á þjóðina óbæri-
legar byrðar, gerum við okkur
seka um sömu herfræðilegu vill-
una og steypt hefur öðrum þjóð-
um í voða. Villan er sú aö her-
vceðast svo mikið, að ekki verði
aftur snúið. Að skapa vígvél,
sem er svo þungur baggi á þjóð-
inni að nota verði hana í þeirri
von að unnt sé að losna þannig
við byrðina. Styrjaldir, sem ekki
er tilstofnað í sjálfsvarnarskyni
eða af skýrt markaðri stefnu,
heldur vegna þrýstings innan-
frá og óskynsamlegra vona,
geta ekki endað með öðru en
skelfingu.
CG CO