Úrval - 01.06.1951, Side 68
66
ÚRVAL
að snúast hraðar en áður. Að
lokum er snúningshraði stjörn-
unnar orðinn svo mikill, að úr
henni taka að kvarnast stykki,
sem þeytast út í geiminn. Við
þetta blossar stjarnan upp
skamma hríð og nefnist þá
„nóva“ (nýstirni). Nokkrar
slíkar ,,nóvur“ sjást á hverju
ári.
En stundum kvarnast ekki úr
stjörnunni, hún heldur áfram að
dragast saman, snúningshraðinn
eykst og hún verður heitari. Út-
reikningar sýna, segir Hoyle, að
síðustu ævidaga sína er svona
stjarna minni en jörðin, en ten-
ingur úr efni hennar, sem er
þumlungur á hvern veg, vegur
um 1000 miljónir lesta. Yfirborð
hennar, sem sendir frá sér geysi-
legt röntgengeislaregn, snýst
með 100 miljón mílna hraða á
klukkustund.
Þegar hitinn í kjarna stjörn-
unnar er orðinn 300 sinnum
meiri en í kjarna sólarinnar,
hefst frumeindabreyting í henni
að nýju, en í þetta skipti mynd-
ast þyngri frumefni, svo sem
járn, úraníum o. fl., úr efnivið
hennar, sem nú er næstum ein-
göngu helium. Frumeindabreyt-
ing af þessu tagi krefst orku
og lækkar því skyndilega hita-
stigið í kjarna stjörnunnar. Hún
leysist í sundur og gefur um
leið frá sér svo mikið þyngdar-
afl á örfáum mínútum, að meg-
inhluti efnis hennar þeytist út
i geiminn í ægilegri sprengingu.
Hið eina sem eftir verður, er
dauft „dvergstirni", — hinn
dimmi, þétti, útbrunni kjarni.
Fyrirbrigði þetta nefnist „súper-
nóva“.
Hoyle hefur sérstakan áhuga
á „súpernóvum", því að hann
og Lyttleton eru þeirrar skoð-
unar, að þær séu upphafið að
plánetunum, þar á meðal jörð-
inni. Ýms sérkenni sólkerfisins
koma heim við þessa kenningu
Hoyles og Lyttletons. Plánet-
urnar eru að mestu gerðar úr
þungum frumefnum, en sólin
aftur á móti að mestu úr vetni
og helium. Pláneturnar snúast
hratt umhverfis sólina og f jarri
henni, og því ólíklegt, að þær
hafi nokkurn tíma verið hluti
af henni.
Um helmingur þeirra stjarna,
sem sýnilegar eru frá jörðinni,
eru svonefnd ,-,tvístirni“ — tvær
stjörnur, sem snúast um sameig-
inlega miðju. Ef önnur springur
sem „súpernóva", kastast mik-
ill hluti hennar burt úr tví-
stjörnukerfinu, jafnvel út úr