Úrval - 01.06.1951, Qupperneq 71
HEIMSMYND HOYLES PRÖFESSORS
69
aða vetni kemur segir Hoyle:
„Menn eru alltaf að spyrja mig
hvaðan þetta nýskapaða efni
komi. Svar mitt er: Það kemur
hvergi að. Það birtist blátt á-
fram — er skapað. Eina stund-
ina eru frumeindirnar, sem efn-
ið samanstendur af, ekki til, á
næsta augabragði eru þær til.“
Brotthvarf vetrarbrautanna er
að hans áliti jafnmerkilegt. Þeg-
ar vetrarbrautirnar hafa náð
hraða ljóssins, „hverfa þær
blátt áfram“. En efnismagn
þeirra vetrarbrauta, sem á
hverjum tíma fara út fyrir
„sjónarbrúnina“, segir Hoyle,
er nákvæmlega jafnmikið og
efnismagn hins nýskapaða vetn-
is á sama tíma — á sama hátt
og magn þess vants, sem flæðir
út úr fullu íláti er jafnmikið og
það sem í það rennur.
Þessar kenningar Hoyles eru
í algerri mótsögn við flestar
fyrri kenningar um alheiminn,
svo sem þá, að hann væri að
„kulna út“ að svo færi að lok-
um, að allt rúmið yrði eins, án
ljóss, lífs eða hreyfingar.
Mörgum finnst þessi kenning
um stöðuga sköpun fjarstæða.
Hoyle og félagar hans eru á
annarri skoðun. Þeir segja, að
ekki ætti að vera erfiðara að til-
einka sér hana en þá almennu
trú, að heimurinn hafi í upphafi
verið skapaður allt í einu.
OG <N3
Veðmál.
Tveir amerískir bændur deildu um það árið 1932 hve lengi
Capitol, þinghúsbyggingin í Washington, muni standa.
Annar taldi fráleitt að hún stæði lengur en í 500 ár og
bauðst til að veðja um það einum dollar.
Hinn vildi meina, að hún ætti eftir að standa miklu lengur
og tók veðmálinu.
Dollararnir tveir voru nú lagðir á vöxtu í banka, og svo
eiga erfingjar þess sem vinnur að fá bankainnstæðuna árið
2432. Innstæðan mun þá nema um 1000 miljónum dollara.
— Answers.
Fyrsti auglýsandinn.
,,Ef við viljum fá kirkjurnar fullar af fólki, þá verðum við
að auglýsa meira," sagði séra Guy Perdue, meþódistaprestur
í Dallas í Texas. „Guð var fyrsti auglýsandinn. Hann hengdi
upp stjömumar til að láta „himnana boða dýrð guðs.“.“
— Coronet.