Úrval - 01.06.1951, Qupperneq 79
MEINDÝRIÐ, SEM HEFNIR SÍN
77
um yfir Holland og Ermarsund.
Skólabörn beggja végna sunds-
ins fengu „bjöllufrí" og söfnuðu
bjöllum í hundraða og þúsunda
tali. í Hollandi fengu börnin 5
gyllini fyrir hvern lítra af bjöll-
um; börnin í Limburg við landa-
mæri Belgíu unnu sér inn 900
gyllini í aprílmánuði með því að
safna um hálfri miljón bjalla —
ehm drengur safnaði 54.000
bjöllum.
I Danmörku, þar sem allir
hafa í mörg ár þekkt bjölluna
af myndum á aðvörunarspjöld-
um, sem fest hafa verið upp á
jámbrautarstöðvum og toll-
stöðvum, varð hennar fyrst vart
1949. Allt var gert til að eyða
bjöllunum. Allar plöntur á og
umhverfis fundarstaðina vora
grafnar upp, vættar í benzíni og
brenndar; moldin var öll vætt
í brennisteinskolefni og akrarn-
ir umhverfis úðaðir með vam-
arlyfjum. Elztu og reyndustu
lyfin gegn coloradobjöllunni eru
ýmis arseniksambönd.
Fyrst var notað Schweinfurt-
ergrœnduft í Ameríku, þegar
árið 1868. Það er mjög á-
hrifaríkt eitur, en af því að
það svíður dálítið blöðin tóku
menn síðar að nota blýarsenat
og calciumaTsenat. Þessi eitur-
efni, sem ýmist eru úðalyf eða
duft, eru magaeitur, en hin
nýju snertieitur, einkum DDT,
sem ekki gefa kartöflunum
neitt óbragð, verka gegnum húð
dýranna og orsaka lömun og
dauða.
Við dreifingu lyfjanna eru
notaðar fullkomnar, vélknúnar
úðadælur og duftblásarar, svo
og flugvélar og helikoptervélar.
Ef þessum tækjum er beitt með
framsýni og á réttum tíma
og réttum stað, eru þau svo
áhrifarík, að hættan á stór-
tjóni af völdum bjöllunnar
er mjög lítil. Danskur vísinda-
maður, sem kom til Hollands
1949 lét svo ummælt, að þótt
bjöllur og lirfur hefðu verið þar
á næstum öllum kartöfluökrum,
hefði tjón af völdum þeirra verið
sama og ekkert. Lyfin eru svo
áhrifamikil, að unnt er að halda
bjöllunum í skefjum, en notkun
þeirra hefur að sjálfsögðu auk-
inn kostnað í för með sér við
kartöfluræktina.
Athyglisvert er, að árið 1945
hétu Sovétríkin vísindamönnum
sínum verðlaunum í þrem grein-
um — 230 þúsund krónum hverj-
um — einum fyrir kjarnorku-
rannsóknir, öðrum fyrir teikn-
ingu herskipa og þeim þriðju