Úrval - 01.06.1951, Side 94
92
ÚRVAL
„Ég er átta og hálfs!“ Það
var sigurhreimur í röddinni.
„Viltu koma að leika þér?“
„Já.“
„Við skulum vita, hvor okkar
er fljótari að hlaupa.“
Eftir þetta voru þeir Henri
og Maurice aldavinir.
Dag nokkurn sagði Maurice
upp úr þurru:
„Eigum við ekki að verða
fóstbræður? Þá verðum við
bundnir hvor öðrum til dauða-
dags.“ Hann hafði lesið um
þetta einhversstaðar og orðið
hrifinn af því.
Henri kinkaði ákaft kolli til
samþykkis.
„En þú verður að muna, að
fóstbræðralag á að endast til
dauðadags. Og það er aðeins
hægt að eiga einn fóstbróður.
Og það þýðir, að lendi annar
hvor okkar í klípu, þá verður
hinn að koma honum til hjálp-
ar.“
Síðan stungu þeir sig í hönd-
ina með títuprjóni og blönduðu
saman nokkrum blóðdropum.
Svo tókust þeir hátíðlega í
hendur.
Þannig leið þessi fyrsti Par-
ísarvetur — og vorið kom.
Áður en Henri vissi af, var
skólaárið á enda.
*
Næsti veturinn í París leið
eins og hinn fyrri við nám og
leiki. Henri var orðinn reglu-
legur Parísardrengur, vanur við
ysinn og umferðina á strætun-
um. Öðru hvoru fór hann í heim-
sókn til föður síns, sem bjó í
gistihúsi.
„Hversvegna búið þið pabbi
ekki saman ?“ spurði hann móð-
ur sína eitt sinn.
„Af því að pabbi þinn hefur
svo mikið að gera,“ sagði hún.
og var fljótmælt. „En segðu.
mér nú hváð þú lærðir í skól-
anum í dag . . .“
Þennan vetur bauð faðir
Henris honum á hina miklu
hestasýningu í París, Concours
Hippique. Móðir hans ók hon-
um til gistihússins, þar sem
faðir hans bjó, og áminnti hann
um að koma prúðmannlega
fram.
Iðnaðarhöllin stóð við Champs
Elysées. Þar var haldin hin
mikla málverkasýning, Salon,
sem þúsundir málara þráðu að
fá að taka þátt í. Þar voru einn-
ig gripasýningar, góðgerðar-
bazarar, fundahöld, og loks hin
fræga hestasýning, Concours
Hippique.
Þeir tóku sér sæti í stúkunni
og faðirinn fór að prófa sjón-
aukann.
„Bíddu hérna,“ sagði hann og
stóð upp. „Ég ætla að hitta
kunningja mína.“
Hann laut áfram og kallaði
í stuttan og digran mann, sem
sat á fremsta bekk í stúkunni
og var önnum kafinn við að
teikna. „Princeteau! Viljið þér
gera mér þann greiða að líta
eftir . . .“
En maðurinn leit ekki upp.
Faðirinn yppti öxlum gremju-