Úrval - 01.06.1951, Page 96

Úrval - 01.06.1951, Page 96
94 ÚRVAL „Frú, barn yðar þjáist af blóðleysi. Blóðleysi getur birzt í mörgum myndum, einkum þegar börn vaxa ört. En þetta er ekkert alvarlegt. Heilsulind- irnar í Amélie-les-Bains eru óbirgðular við blóðleysi.“ Síðan hneigðu læknarnir sig og hurfu á brott. Móðirin fór með son sinn til heilsulindanna og þar var hann skoðaður af öðrum læknum, sem ekki voru heldur vissir um sjúk- dóminn fremur en starfsbræður þeirra í París. En allt í einu varð drengurinn alheill. Hitinn hvarf og sömu- leiðis höfuðverkurinn. Batinn var jafn dularfullur og veikind- in. Nú brostu læknarnir út und- ir eyru. Þeir kváðust alltaf hafa vitað, að heilsulindirnar myndu lækna hann. Greifafrúin áleit, að sólskin- ið á Miðjarðarhafsströndinni myndi flýta fyrir bata hans og þangað héldu þau. En í Nizza fékk drengurinn aftur hita og höfuðverk. Sjúk- dómurinn tók sig upp allt í einu og án nokkurrar sjáanlegrar ástæðu .... Nýr læknir kom til skjalanna, og hann vildi líka ráðfæra sig við starfsbræður sína eins og fyrirrennarar hans. Þeir töluðu lengi saman, kinkuðu kolli og struku skeggið. Þeir ráðlögðu aftur dvöl ,við heilsulindir — en nú voru það heilsulindinrar við Baréges. Henri fór með móður sinni til Baréges. Það fór á sömu leið og áðin- — drengnum tók að batna skömmu eftir komuna. Hann gat gengið um skemmti- garðinn með móður sinni. En svo versnaði honum aftur og sömu óljósu einkennin birtust á nýjan leik. Aftur í rúmið . . > Nú var engin von til þess leng- ur að hann gæti sótt skólann í París. „Plombiéres heilsuíindarnar gera blátt áfram kraftaverk,, frú,“ sögðu læknarnir. Þau héldu til Plombiéres. Síðan til Evian og loks nokkr- um mánuðum seinna, til Guyon. Lífið varð að dapurlegri og til- gangslausri leit að bata. Þau gistu í sömu tilbreytingarlausu hótelherbergjunum og töluðu við sömu vandræðalegu lækn- ana. Þannig liðu tvö ár. Loks rak að því, að það voru ekki fleiri heilsulindir, sem þau gátu heimsótt, ekki fleiri lækn- ar, sem þau gátu leitað til. Tveim árum eftir brottförina frá París, sneru þau heim til hallarinnar. * Höllin var eins og hún hafði alltaf verið, dimm og drunga- leg með brjóstvirkjum sínum og turnum. Henri var ekki lengur fær um að teikna; það var sem blý- anturinn væri smálest á þyngd. Það varð að styðja drenginn, þegar hann fór út á svalimar. í júní kom reiðarslagið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.