Úrval - 01.06.1951, Síða 98

Úrval - 01.06.1951, Síða 98
96 ÚRVAL þó gengið við hækjur. Og hver vissi nema hann gæti einhvern- tíma sleppt hækjunum og farið að nota staf? ,,Já, þetta er dásamleg lækn- ing, frú,“ sagði læknirinn um leið og hann tók tösku sína og bjóst til brottfarar. „Fyrst um sinn er bezt fyrir drenginn að borða og sofa eins mikið og hann getur, svo að dularmáttur æskunnar geti unnið verk sitt. Mér kæmi ekki á óvart, þó að hann færi aftur að stækka.“ * Og það fór sem læknirinn hafði spáð. — Henri tók að vaxa á ný. En það var aðeins efri helmingur líkamans sem óx. Brjóst hans stækkaði, herð- arnar urðu breiðari, en fætur hans tóku engum breytingum — þeir voru veikbyggðir og ó- þroskaðir barnsfætur, þaktir rauðum örum. Bernskusvipurinn hvarf af andliti hans eins og gríma, sem ósýnileg hönd hefur svift burt. Rómur hans breyttist og varð karlmannlegri. Sjón hans dapr- aðist og hann varð að nota gler- augu með þykkum glerjum. Varirnar þrútnuðu og urðu eld- rauðar og andlitið afmyndaðist af fitu. Móðirin sá sér til skelfingar að barn hennar breyttist í van- skapning, sem var hvorki full- orðinn maður né barn. Lækn- arnir kváðu þetta stafa af trufl- un á kirtlastarfsemi og gáfu litlar vonir um bata. Nú missti móðirin loks kjark- inn. Hún varð gripin örvænt- ingu. Hún hafði sætt sig við þau örlög, að barn hennar yrði allt- af rúmlægur sjúklingur, en að það yrði að þessum afkáralega, nærsýna dverg, var henni um megn að þola. Gat þetta verið sonur hennar, Riri hennar, sem hafði hlaupið um hallarflötina og kastað sér í faðm hennar, þegar hann kom úr skólanum? Kvað hafði hún brotið af sér, að hún verðskuldaði þetta? Hún skrifaði greifanum og hann kom strax. Hann varð öskugrár í andliti, þegar hann leit inn í herbergi Henris. And- artak stóð hann í gættinni og gat ekki komið upp nokkru orði. ,,Pabbi!“ kallaði Henri til hans í rúminu. „Ég get bráð- um gengið! Læknirinn segir, að ég muni geta gengið! Sjáðu, það er búið að taka af mér gipsið!“ Greifinn heyrði ekkert. Hver var þessi ókunni maður? Þessi skeggjaði, ófrýnilegi dvergur, sem horfði glottandi á hann gegnum gleraugun ? Áretðan- lega ekki sonur hans! Hann starði á Henri með upp- glenntum, skilningssljóum aug- um. „Veslings, veslings barnið mitt!“ stundi hann að lokum. Svo snerist hann á hæli og flýtti sér út úr herberginu. — . Rétt á eftir var útidyrahurðinni skellt í lás.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.