Úrval - 01.06.1951, Page 102
100
ÚRVAL
„Degas! Mamma þó, hann er
einhver mesti málari, sem nú er
uppi. Þú ættir að sjá dansmeyi-
arnar hans og nektarmyndirn-
ar . . . .“
Hún heyrði ekki til hans.
Hann var að fara . . . Lífið var
að taka hann frá henni.
*
Nú var hann í raun og veru
orðinn einn af drengjunum.
Hann þurfti ekki lengur að
stöðva vagninn á götuhorninu,
til þess að sleppa við háðsyrði
félaga sinna; hann þurfti ekki
framar að slíta sig úr hópi
kunningjana og hverfa inn í
kæfandi þögnina heima. Lífið
var dásamlegt. Hann gat eytt
kvöldinu með vinum sínum og
farið með þeim í hin skemmti-
legu en daunillu cafés chant-
ants. Eða í Cirque Fernando, þar
sem maður gat étið spánskar
appelsínur og horft á loftfim-
leikamenn, trúða og tamda
hunda.
En skrautlegast af öllu var
þó að fara í l’Ely.
L’Ely var gamall og subbu-
legur skemmtistaður, þar sem
veitingar voru ódýrar og gleð-
skapur mikill. L’Ely hafði ver-
ið þarna á sama stað síðan ein-
hverntíma í fyrndinni, þeg-
ar Montmartre var afskekkt
sveitaþorp — og afdrep fyrir
afbrotamenn og skækjur höfuð-
borgarinnar, sem kærðu sig ekki
um að vera í nábýli við lögregl-
una.
I meira en öld hafði l’Ely ver-
ið aðalskemmtistaður hverfis-
ins og kynslóð eftir kynslóð
höfðu léttúðarkvendi Mont-
martre vanið komur sínar þang-
að.
I l’Ely drakk Henri vin chaud,
teiknaði rissmyndir og horfði á
vini sína svífa um dansgólfið.
Og þar hitti hann La Goulue,
hina ljóshærðu, átján ára gömlu
þvottastúlku.
La Goulue dansaði svo vel
cancan, að hún átti engan sinn
líka. Henri fannst hún vera
töfrandi, persónugervingur fá-
tæku stúlknanna á Montmartre,
sem eftir tíu stunda þrældóm
við þvottabalann þyrptust í
l’Ely og dönsuðu þar og ærsluð-
ust margar klukkustundir í við-
bót. Kvöldinu lauk með cancan
dansinum, erfiðasta dansi sem
þekkist.
La Goulue var eins og hvirfil-
vindur. Hún sveiflaði pilsunum
upp fyrir höfuð, sparkaði með
fótunum, sem voru klæddir
svörtum sokkum, og vatt sér svo
ofsalega til, að það var eins og
hún ætlaði að sprengja af sér
treyjuna. Von bráðar var sem
allir viðstaddir yrðu gripnir
æði; jafnvel áhorfendur og
hljóðfæraleikarar ruddust út 4
gamla dansgólfið og hringsner-
ust eins og þeir ættu lífið að
leysa.
*
Henri sótti stöðugt málara-
skólann og kappkostaði að hafa
taumhald á ,,röngum“ tilhneig-
ingum sínum í listinni. Hann