Úrval - 01.06.1951, Síða 103

Úrval - 01.06.1951, Síða 103
RAUÐA MYLLAN 101 heimsótti móður sína oft og sagði henni frá högum sínum. Hann reyndi að vekja áhuga hennar á Degas og fá hana til að gerast hluttakandi í hrifn- ingu hans á Montmartre. En það var ekki auðvelt. Mont- martre var hugarástand, sér- stakt lífsviðhorf. Hún skildi hann ekki. Þau lifðu sitt í hvor- um heimi. Hann dvaldi í Malroméhöll um sumarið og brá við kyrrðina eftir ysinn og þysinn á Mont- martre. Kvöld eitt, seint í sept- ember, sagði hann við móður sína: „Næsti vetur verður síð- asti veturinn minn í málara- skólanum. Ég verð að fara að vinna sjálfstætt. Ég verð að fá mína eigin vinnustofu.“ Hún andmælti honum ekki og horfði á prjónana sína. „Ég skil það,“ sagði hún. „Þegar við komum til Parísar skulum við leita að húsnæði fyr- ir vinnustofu handa þér.“ * Henri leigði sér vinnusofu á fjórðu hæð í húsi einu við Caulaincourtgötu. Konan, sem hafði húsvörzluna á hendi, hét frú Loubet. Dag nokkurn staðnæmdist lokaður vagn fyrir framan hús- ið. Grannvaxin, gráhærð kona sté út úr vagninum, sagði eitt- hvað við ekilinn og gekk inn í anddyrið. „Hvað get ég gert fyrir yð- ur?“ spurði frú Loubet kurteis- lega. „Má ég tala við yður nokkur orð?“ sagði aðkomukonan lágt. „Sonur minn sagði mér, að hann hefði tekið íbúð hérna á leigu . . . .“ „Sonur yðar!“ Frú Loubet tók andann á lofti. „Þér eigið við — dverginn . . .“ Hún var búin að segja þessi orð, áður en hún vissi af. „Fyrirgefið mér, frú,“ muldraði hún. „Ég ætlaði ekki að . . .“ Konan náfölnaði og hryggð- arsvipur kom á andlit hennar. „Já,“ sagði hún loks, „hann er sonur minn. Hann fótbrotnaði, þegar hann var barn . . .“ Og hún sagði frú Loubet allt af létta um hagi Henris og veikindi hans. „Hafið engar áhyggjur, frú,“ sagði frú Loubet, sem var farin að tárast og snýtti sér í gríðar- stóran vasaklút. „Ég skal fylgj- ast með honum eins og hann væri sonur minn. Ég skal sjá um að vinnustofan hans sé alltaf hrein og hlý, og ég skal láta hann fara í yfirhöfn, þegar kalt er. Og ég skal ekki segja hon- um frá því, að þér hafið komið. Ég veit hvernig unglingamir eru á þessum aldri.“ * Henri var að byrja á stóru málverki, sem hann ætlaði að senda á Salonsýninguna. Hann kallaði það Icarus reynir vœng- ina. Hann sótti málaraskólann eins og áður og allt gekk sinn vanagang. Á yfirborðinu virtist
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.