Úrval - 01.06.1951, Qupperneq 103
RAUÐA MYLLAN
101
heimsótti móður sína oft og
sagði henni frá högum sínum.
Hann reyndi að vekja áhuga
hennar á Degas og fá hana til
að gerast hluttakandi í hrifn-
ingu hans á Montmartre. En
það var ekki auðvelt. Mont-
martre var hugarástand, sér-
stakt lífsviðhorf. Hún skildi
hann ekki. Þau lifðu sitt í hvor-
um heimi.
Hann dvaldi í Malroméhöll
um sumarið og brá við kyrrðina
eftir ysinn og þysinn á Mont-
martre. Kvöld eitt, seint í sept-
ember, sagði hann við móður
sína: „Næsti vetur verður síð-
asti veturinn minn í málara-
skólanum. Ég verð að fara að
vinna sjálfstætt. Ég verð að fá
mína eigin vinnustofu.“
Hún andmælti honum ekki og
horfði á prjónana sína.
„Ég skil það,“ sagði hún.
„Þegar við komum til Parísar
skulum við leita að húsnæði fyr-
ir vinnustofu handa þér.“
*
Henri leigði sér vinnusofu á
fjórðu hæð í húsi einu við
Caulaincourtgötu. Konan, sem
hafði húsvörzluna á hendi, hét
frú Loubet.
Dag nokkurn staðnæmdist
lokaður vagn fyrir framan hús-
ið. Grannvaxin, gráhærð kona
sté út úr vagninum, sagði eitt-
hvað við ekilinn og gekk inn í
anddyrið.
„Hvað get ég gert fyrir yð-
ur?“ spurði frú Loubet kurteis-
lega.
„Má ég tala við yður nokkur
orð?“ sagði aðkomukonan lágt.
„Sonur minn sagði mér, að hann
hefði tekið íbúð hérna á
leigu . . . .“
„Sonur yðar!“ Frú Loubet tók
andann á lofti. „Þér eigið við
— dverginn . . .“ Hún var búin
að segja þessi orð, áður en hún
vissi af. „Fyrirgefið mér, frú,“
muldraði hún. „Ég ætlaði ekki
að . . .“
Konan náfölnaði og hryggð-
arsvipur kom á andlit hennar.
„Já,“ sagði hún loks, „hann er
sonur minn. Hann fótbrotnaði,
þegar hann var barn . . .“ Og
hún sagði frú Loubet allt af
létta um hagi Henris og veikindi
hans.
„Hafið engar áhyggjur, frú,“
sagði frú Loubet, sem var farin
að tárast og snýtti sér í gríðar-
stóran vasaklút. „Ég skal fylgj-
ast með honum eins og hann
væri sonur minn. Ég skal sjá um
að vinnustofan hans sé alltaf
hrein og hlý, og ég skal láta
hann fara í yfirhöfn, þegar kalt
er. Og ég skal ekki segja hon-
um frá því, að þér hafið komið.
Ég veit hvernig unglingamir
eru á þessum aldri.“
*
Henri var að byrja á stóru
málverki, sem hann ætlaði að
senda á Salonsýninguna. Hann
kallaði það Icarus reynir vœng-
ina.
Hann sótti málaraskólann
eins og áður og allt gekk sinn
vanagang. Á yfirborðinu virtist