Úrval - 01.06.1951, Side 107

Úrval - 01.06.1951, Side 107
RAUÐA MYLLAN 105 breytingum eftir að mæðgurnar komu. Henri og Denise fóru oft í ökuferðir, en gömlu vinkonurn- ar sátu löngum úti á svölunum og ræddust við. Denise og Henri urðu fljótt mestu mátar. Hún var ólík stúlkunum á Montmartre. Hún var aðalsættar eins og hann sjálfur og hafði hlotið samskon- ar uppeldi. Þegar leið á haustið, urðu þau að hætta við ökuferðir vegna veðurs, en þá fundu þau sér annað til dægrastyttingar. Hann fór að mála mynd af henni. „Saknar þú ekki Mont- martre?“ spurði hún hann eitt sinn. ,,Ég gerði það um tíma, en nú er það liðið hjá.“ Og það var satt. TJr því sem komið var, gat hann vel hugs- að sér að lifa rólegu lífi sem gósseigandi, njóta ástúðlegrar sambúðar góðrar konu og eign- ast börn. Og honum kom æ oft- ar í hug, að Denise væri tilval- in eiginkona fyrir hann. Hann hætti að líta á hana sem gest, heldur sem hina tilvonandi greifafrú — af Toulouse-Lau- trec. Henni féll vel við hann; það var hann viss um. En myndi hún vilja verða konan hans? Hann var að vísu ófríður og kryppl- ingur í þokkabót — en sumar stúlkur giftust krypplingum. Ef til vill hafði hún komið til Malromé, af því að hún vildi vera hjá honum? Móðir Henri hafði í fyrstu verið fegin komu Denise og hafði hvatt þau til að fara í ökuferðir saman; en upp á síð- kastið hafði hann veitt því eft- irtekt, að hún var farin að stara einkennilega á hann við mat- borðið. Og hún hafði margsinn- is sagt honum frá þeirri fyrir- ætlun sinni, að þau dveldu 4 ítalíu um veturinn. Auðvitað gat hún ekki vitað, að stórkost- legur atburður væri í aðsigi . . . Denise myndi giftast honum. Bráðlega ætlaði hann að biðja hennar . . . * Þá var það eitt kvöld, að móðir hans sagði upp úr þurru: „Henri, við förum til San Remo eftir tvo daga.“ Hann glápti á hana, mállaus af undrun. Hann gat ekki trúað því, að móðir hans tæki slíka ákvörðun, án þess að ráðfæra sig við hann áður. „En ég er ekki búinn með myndina af Denise“, sagði hann loks. „Mér þykir það leiðinlegt,“ svipur hennar var ákveðinn og rödd hennar kuldaleg. „Þú lof- aðir að vera búinn með hana fyrir löngu. Nú er tuttugasti nóvember, en við ætluðum að leggja af stað um miðjan októ- ber. Ég get ekki beðið lengur.“ „En hvað liggur á? Það bíður enginn eftir okkur.“ Allt í einu kom honum í hug, að hún væri veik. Hún hefði ekki þolað kalt og rakt loftið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.