Úrval - 01.06.1951, Side 111
RAUÐA MYLLAN
109
komst í einkennilegt uppnám
út af þessari teikningu.
„Bitur og sönn lýsing á hinu
aldagamla vandamáli: skækju-
lifnaðurinn . . .“
„Teikningin lýsir furðulegu
innsæi og öruggu handbragði
listamanns, sem til þessa hefur
verið óþekktur . . .“
„Listunnendur ættu að fylgj-
ast vel með verkum þessa
snjalla teiknara í framtíð-
inni . . .“
Henri teiknaði aðra kápu-
mynd og hún vakti engu minni
athygli. Gagnrýnendur skrifuðu
um „raunsæi" og „miskunnar-
laust hlutleysi" þessa „unga og
djarfa“ listamanns.
Ókunnugir menn fóru að lyfta
hattinum, þegar þeir mættu
honum á götu. Og á kaffihúsun-
um þyrptust menn að borði
hans.
„Afsakið, herra. Þér eruð
herra de Toulouse-Lautrec,
n’est-ce pas? Leyfið mér að
óska yður til hamingju með
síðustu teikninguna yðar. Hún
var stórkostleg, frábær! Hvílík
snilld, með svo fáum dráttum!
Glas af víni sögðuð þér? Mín
er ánægjan. Garcon, une absin-
the! Ég dáist að verkum yðar.
Ég er sjálfur listamaður . . .“
Eða myndhöggvari, teiknari,
rithöfundur, leikari. Einn af
Montmartre taginu — alltaf í
þann veginn að sigra París. Þeir
voru allir bjartsýnir . . . „Það
er ekki eins og í gamla daga.
Nú getum við haldið okkar eig-
in sýningar. Lautrec, ertu ekki
meðlimur í Félagi óháðra lista-
manna? Ekki það . . . Þá verð-
ur þú að ganga í það strax. Þú
átt ekki heima á Montmartre, ef
þú gerir það ekki . . .“
Hann gekk í félagið og var
tekið opnum örmum. Hið tigna.
nafn hans, og frægðin, sem hann
hafði unnið sér, gerði hann eft-
irsóttan í slíkum félagsskap.
Hann var orðinn einn af
þekktustu mönnum á Mont-
martre.
*
Vorið 1888 var Henri ánægð-
ari með hlutskipti sitt en hann
hafði lengi verið. Honum virt-
ist ganga allt í vil. Á næsta ári
var hundrað ára afmæli stjórn-
arbyltingarinnar og áhlaupsins
á Bastillufangelsið. Ríkisstjórn-
in hafði í undirbúningi stór-
kostlega sýningu, til þess að
minnast þessara atburða.
Montmartrebúar voru líka
hamingjusamir þetta vor. Ekki
vegna sýningarinnar, sem þeir
bjuggust ekki við að taka þátt
í, heldur aðeins af því, að vorið
var komið.
Árið 1888 var Montmartre
enn hálfgert sveitaþorp í útjaðri
Parísar, þar sem kirsuberjatré
uxu á hverjum auðum bletti,
elskendur kysstust fyrir dyrum
úti og ungar stúlkur dönsuðu
cancan að gamni sínu, af því að
þær voru með fiðring í fótun-
um og lífsgleðin svall í brjósti
þeirra.