Úrval - 01.06.1951, Page 111

Úrval - 01.06.1951, Page 111
RAUÐA MYLLAN 109 komst í einkennilegt uppnám út af þessari teikningu. „Bitur og sönn lýsing á hinu aldagamla vandamáli: skækju- lifnaðurinn . . .“ „Teikningin lýsir furðulegu innsæi og öruggu handbragði listamanns, sem til þessa hefur verið óþekktur . . .“ „Listunnendur ættu að fylgj- ast vel með verkum þessa snjalla teiknara í framtíð- inni . . .“ Henri teiknaði aðra kápu- mynd og hún vakti engu minni athygli. Gagnrýnendur skrifuðu um „raunsæi" og „miskunnar- laust hlutleysi" þessa „unga og djarfa“ listamanns. Ókunnugir menn fóru að lyfta hattinum, þegar þeir mættu honum á götu. Og á kaffihúsun- um þyrptust menn að borði hans. „Afsakið, herra. Þér eruð herra de Toulouse-Lautrec, n’est-ce pas? Leyfið mér að óska yður til hamingju með síðustu teikninguna yðar. Hún var stórkostleg, frábær! Hvílík snilld, með svo fáum dráttum! Glas af víni sögðuð þér? Mín er ánægjan. Garcon, une absin- the! Ég dáist að verkum yðar. Ég er sjálfur listamaður . . .“ Eða myndhöggvari, teiknari, rithöfundur, leikari. Einn af Montmartre taginu — alltaf í þann veginn að sigra París. Þeir voru allir bjartsýnir . . . „Það er ekki eins og í gamla daga. Nú getum við haldið okkar eig- in sýningar. Lautrec, ertu ekki meðlimur í Félagi óháðra lista- manna? Ekki það . . . Þá verð- ur þú að ganga í það strax. Þú átt ekki heima á Montmartre, ef þú gerir það ekki . . .“ Hann gekk í félagið og var tekið opnum örmum. Hið tigna. nafn hans, og frægðin, sem hann hafði unnið sér, gerði hann eft- irsóttan í slíkum félagsskap. Hann var orðinn einn af þekktustu mönnum á Mont- martre. * Vorið 1888 var Henri ánægð- ari með hlutskipti sitt en hann hafði lengi verið. Honum virt- ist ganga allt í vil. Á næsta ári var hundrað ára afmæli stjórn- arbyltingarinnar og áhlaupsins á Bastillufangelsið. Ríkisstjórn- in hafði í undirbúningi stór- kostlega sýningu, til þess að minnast þessara atburða. Montmartrebúar voru líka hamingjusamir þetta vor. Ekki vegna sýningarinnar, sem þeir bjuggust ekki við að taka þátt í, heldur aðeins af því, að vorið var komið. Árið 1888 var Montmartre enn hálfgert sveitaþorp í útjaðri Parísar, þar sem kirsuberjatré uxu á hverjum auðum bletti, elskendur kysstust fyrir dyrum úti og ungar stúlkur dönsuðu cancan að gamni sínu, af því að þær voru með fiðring í fótun- um og lífsgleðin svall í brjósti þeirra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.